Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 200
198
Einar Öl. Sveinsson
Skimir
að Kormakr mundi hafa verið af írskri ætt, og vel mætti vera,
að sumt í skapferli þess manns, sem vísumar orti, kæmi heim
við það, ekki sízt hin ljóðræna glóð. En einnig væri vert að
hafa í huga náttúrukveðskap Ira og jafnvel ástakvæði, þó að
þess sé síður þörf, með því að merkileg ástaljóð voru þá til
á Norðurlöndum. En yfirleitt er rétt að vera við því búinn,
að í ætt Kormaks kunni að hafa varðveitzt írsk fræði, bæði
kvæða kyns og sagna. Vel mega þvílíkar sagnir hafa blandazt
saman við það sem menn sögðu af ævi skáldsins og þá ruglað
sannfræði þess.
Fyrir löngu rakti Guðbrandur Vigfússon frásögnina af
viðureign Kormaks við álana í sögunni (26. kap.) til irskra
sagna.1) Efnið er hált, en frásögn Kormakssögu, sem ber
merki trúgirni, skýrðist prýðilega með þeirri hugmynd, að
bak við hana væri einhver hjátrúar- og galdrasaga.2) Vert
væri að viðhafa nokkra varkámi í dómum um uppmna sagnar-
innar í Kormakssögu vegna þeirrar hjátrúar um ála, sem til
hefur verið á Islandi. — Annað efni, sem rannsóknar þyrfti
við, em kenningar James Cameys á atriðum írskra sagna og
Kormakssögu.3)
Nii skal hverfa aftur að Trístanssögu. Er þá næst að athuga
anda þessara tveggja sagna og hvers konar mannlífsmynd
þær sýna. Ef menn vilja hugsa sér Tristanssögu sem fulltrúa
x) Sjá Origines Islandicae, 1905, II 316—18. Sbr. ennfr. Gertrude
Schoepperle fyrrgr. rit 545.
2) Ég hef fundið og haft fréttir af fjórum írskum sögum af galdraál,
sem vefur sig um kappa, sjá: Die altirische Heldensage Táin Bó Cuailnge,
útg. E. Windisch, 1905, bls. 306 athugagr. 4, línur 2289—2305, 2410—-
2420; inntak hjá Thumeysen: Die irische Helden- und Königssage, 1921,
169—73. — Pursuit of Gruaidh Ghriansholus, útg. Cecile O’Rahilly, Irish
Texts Society, 24. bd. (1924), 74—77. — Táin Bó Regamna, útg. E.
Windisch, Irische Texte, II. Ser., 2. Heft (1887), 239—254; þýðing T. P.
Cross og C. H. Slover: Ancient Irish Tales (1937), 211—14; inntak hjá
Thurneysen, 309—11. — Forbais Droma Damgaire, útg. af Marie-Louise
Sjoestedt, Revue celtique 43 (1926), 1—123; 44 (1927), 157—86. —
Sumir þessara texta em býsna gamlir. Fræðslu um þetta efni hefur pró-
fessor Gearóid Mac Eoin veitt mér.
3) Studies in Irish Literature and History, 1955, 197 o. áfr.; shr. og
P. L. Henry, Zeitschr. f. celt. Phil. 27, Heft 3/4.