Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 290
286
Ritfregnir
Skírnir
minningar skyni um menn og merkisatburði. Þar á meðal ber einkum að
nefna ritgerð um Jón biskup Arason, fjögra alda minning, Skúla Magn-
ússon og Nýju innréttingarnar, tveggja alda minning, Magnús Stephensen,
aldarminning, og aðra ritgerð um Magnús og verzlunarmál Islendinga
1795—1816. Hér eru og allrækileg æviágrip þeirra Tryggva Gunnarsson-
ar, Tryggva Þórhallssonar og Rögnvalds Péturssonar, auk nokkurra minn-
ingargreina og afmælisgreina, sem eru enn ótaldar, enda er þessi upp-
talning þegar orðin nógu löng.
Lárus H. Blöndal bókavörður hefir séð um útgáfu beggja bindanna.
Hann ritar stuttan formála, þar sem hann gerir nokkra grein fyrir útgáf-
unni, og eftir hann mun vera ritskrá Þorkels í lok síðara bindis, þótt þess
sé ekki getið sérstaklega. Þetta verk hefir Lárus leyst vel af hendi, og
frágangur af hendi útgefanda er þokkalegur. Hafi þeir þakkir fyrir fram-
takið.
GuSni Jónsson.
Matthías Johannessen: Fagur er dalur. 150 bls. Almenna bókafélag-
ið. Reykjavik 1966.
Þegar við metum skáldverk, hljótum við — óhjákvæmilega og ósjálf-
rátt — að hafa einhverja hliðsjón af öðrum skáldverkum. Annað væri
blátt áfram óhugsandi. Hitt er svo annað mál, að við gerum okkur það
hliðstæðumat misjafnlega ljóst, enda er samanburður ekki alltaf jafnnær-
tækur á vettvangi bókmennta og lista.
Sumum verkum getum við að vísu stillt upp við hliðina á öðrum verk-
um og þótzt mæla stærð þeirra á þann hátt. En önnur verk verða ekki
metin á þann hátt af þeirri einföldu ástæðu, að þau eiga sér engar aug-
ljósar hliðstæður. Ég minni í þessu sambandi á tvö nafnkennd skáld og
verk þeirra: Þorstein Erlingsson annars vegar og Einar Benediktsson hins
vegar.
Báðir hlutu þessir menn viðurkenning sem skáld í lifanda lífi. Og svo
vildi til, að þeir kvöddu sér hljóðs með fyrstu kvæðabókum sínum sama
árið.
Þorsteinn reyndist strax eiga greiða leið til lesenda. Auðvelt var að
bera kvæði hans saman við kvæði ýmissa eldri skálda og hagyrðinga. Og
við þann samanburð mátti sannfærast um, að hann orti vel.
Um Einar gegndi öðru máli. Enginn hafði ort svipað því, sem hann
orti. Því var það í fyrstunni, að margur lokaði bók hans með spurn á vör:
Var þetta skáldskapur?
Með bók Matthiasar Johannessens, Fagur er dalur, í höndunum, lend-
um við í likum vanda. Þar verða fyrir okkur verk, sem við hljótum að
meta fyrst og fremst af sjálfum sér án þess að geta stillt þeim upp við
hliðina á öðrum verkum. Við getum ekki borið kvæði Matthíasar, þau
sem hér um ræðir, saman við nein önnur kvæði til að ganga úr skugga
um, hvort í þeim felist meiri eða minni skáldskapur. Ef við viljum meta