Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 146
144
Stefán Einarsson
Skírnir
áttu að vera hið rándýra form eitt. Þessir málarar skeyttu
engu nema samsetningu myndarinnar, enda mátti gera hana
úr einskisverðu rusli, fengnu hvaðanæva. Má hera ferskeyttar
myndir kúbistanna saman við hringhendur og sléttubönd
íslenzkra skálda. Loks verður að nefna orðaleiki, er Snorri
nefnir ofljóst ort, en langt er frá því, að þessir leikir séu að
jafnaði eins ljósir og Snorri vill vera láta. Tízkumálarar
kalla þetta myndleiki; Maurice Grosser segir, að málaralist
nútímans sé full af þeim. Á íslandi hefur „Sterling í þoku“
eftir Kjarval orðið fræg; á þeirri mynd sást ekki annað en
þokan.
Eg mundi varla hafa ritað þessa grein, ef eg hefði ekki
lesið Náttúru og ónáttúru í dróttkvæóum eftir Hallvard Lie
(Oslo 1959). Hallvarður ætlar, að stíll dróttkvæðanna sé
ekki náttúrlegur vegna þess, að hann sé til þess gerður að
lýsa í skjaldarkvæðunum hinni frumstæðu ónáttúrlegu og
fjölkynngilegu list, er Norðurlandabúar höfðu þá á öllum
listfengum hlutum sínum, húsmunum og skipum. Þetta var
dýraskrautlistin, þar sem hvergi sáust eðlileg dýr, en langar
flækjur af línum og böndum, með drekahöfðum og klóm,
þar sem hnútar áttu að vera samkvæmt kröfum flækjulistar-
innar. Til þess að líkja eftir þessu flókna dýraskrauti, telur
Hallvarður, að dróttkvæðaskáldin hafi notað fyrst og fremst
kenningar eins saman reknar, hljómstríðar og ónáttúrlegar
og kostur var á, einkum þá tegund kenninga er Snorri kallaði
nykraS, en Ölafur hvítaskáld finngálknað, af því að allir
hófar snöru öfugt á nykrinum, sem í BjólfskviSu er sæskrímsli,
en á íslandi hestur úr sjó eða vötnum. En finngálkni eða
Homokentauros er svo lýst i Fornaldarsögum NorSurlanda
(Reykjavík, 1943 I, hls. 347). „Er hún maðr at sjá upp til
höfuðsins, en dýr niðr ok hefir furðuliga stórar klær ok
geysiligan hala.“ En hinn nykraði stíll er í raun og veru
blandaðar likingar, er Grikkir kölluðu katakresis, þar sem
skáldið hleypur úr einu í annað ósamstætt og allt fer úr rétt-
um skorðum, hljómstrítt og brokkgengt (svo sem skáldið kvað:
eitt rekur sig á annars horn, eins og graðpening hendir vorn)
— Oft er myndun kenningarinnar sjálfrar hljómstríð; þannig