Skírnir - 01.01.1966, Side 163
Skírnir
Ónáttúra og afskræming
161
í dróttkvæðastíl, rímum og í nútímalist, hvernig sem á þessu
stendur að fornu og nýju; (2) að kröfur um harðar og saman-
reknar samsetningar séu alveg eins háværar í dróttkvæðum,
rímum og kúbistískum málverkum og (3) að eftirsókn eftir
orðaleikjum, gátum og skopstælingum sé ámóta sterk í drótt-
kvæðum og einkum í rímum eins og hún virðist vera í tízku-
Hst, ekki sízt málaralist.
Þar sem svo margt er líkt með fornu og nýju, væri fróð-
legt að spyrja: Eru dróttkvæðin mikill skáldskapur eða vondur?
Mesti fræðimaður vor, Sigurður Nordal, svarar spurningunni
þannig, að hann sé vondur. Að hans dómi eru dróttkvæðin
svo erfið viðfangs og leiðinleg, að þau les enginn nema afvega-
leiddir menntaskólastúdentar og skraufþurrir fræðimenn ís-
lenzkir. Þessum dómi þori ég ekki að neita, því i samanburði
við Nordal hef ég ekkert vit á skáldskap. En ég hygg, að
honum hafi aldrei dottið í huga að bera dróttkvæði saman
við nútímalist. Eigi veit ég heldur, hve hátt hann metur
list Picassos, þótt ég viti, að honum þyki vænt um sum mál-
verk Kjarvals. En hér eru vandræðin í hnotskurn. Enginn
fyrr en á dögum nýtizku málaralistarinnar gat vonazt til að
skilja dróttkvæðin út frá sínum eigin listasjónarmiðum. List-
heimur dróttkvæðanna var víðsfjarri hinni klassísku list Is-
lendingasagna, sem fyrst vöktu aðdáun rómantískra skálda og
síðan realistanna á 19. öld. Hinn skyggni fræðimaður W. P.
Ker líkti sögunum við list Flauberts og enn njóta þær mikilla
vinsælda víða um heim. Tveir miklir fræðimenn 20. aldar
hafa þýtt dróttkvæðin á tungur sínar; Felix Genzmer á þýzku,
Lee Hollander á amerisku. Hvorugur þessara manna hefur
mér vitanlega séð líkinguna með tízkulistinni. En Hallvard
I.ie hefur sýnilega tekið eftir henni í bókum sínum. Ég mundi
heldur ekki hafa tekið eftir henni, nema af því að ég var
að fást við tízkuskáldin á Islandi, sem fyrirlíta dróttkvæði,
þótt þeir dáist að Picasso, og virðist mér slíkt koma úr hörð-
ustu átt. Og þá kemur að lokum hin mikla spurning nútíma-
manna: Er Picasso mikill listamaður eða ekki? En þótt ég
sé nýbúinn að lesa játningu Picassos sjálfs, skráða í ímynduðu
samtali af Giovanni Papini, að hann sé ekki annað en
11