Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 12
10
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
ur, þar á meðal ævisögu Rasks eftir Björn Magnússon Ólsen,
Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson (1869), — þessi
bók kom aftur í endurskoðaðri útgáfu eftir Bjöm Magnússon
1949—54; — þá eru Sýslumannaævir á árunum 1881—1932,
og var það unnið svo, að einn fræðimaður tók við af öðrum
og bætti um, síðast Hannes Þorsteinsson; það verk er sjór af
fróðleik, eins og allir vita.
Eins og von var til, hljóp félagið iðulega í skarðið, þegar
hjálpar var þörf. Þannig gaf það út skrár um Fomgripasafn-
ið, þrjú hefti á fyrstu árum þess (1868, 1874, 1881), en vita-
skuld tók ríkið það mál að sér síðar. Annað fornfræðilegt rit
var um alþingisstaðinn á Þingvelli. Engan mun furða á því,
að í forsetatíð Jóns Sigurðssonar, svo glöggan skilning sem
hann hafði á hagfræði og fjárhagsmálum og svo nauðsynlegt
sem hann sá, að það var, að landsmenn fylgdust með þeim
efnum, gaf félagið út Skýrslur um landshagi á Islandi (1855
—75) og Tíðindi um stjórnmálaefni Islands (1855—75), en
1875 tók ríkisstjórnin eðlilega við því útgáfuverki; getur hér
enn að líta brautryðjandastarf félagsins. Þá keypti félagið
og Nýja jarðabók handa félagsmönnum (1861). Skýringar
Páls Vídalíns á fornyrðum lögbókar kom út 1846—54.
Af málfræði birtist ekki mikið á vegum félagsins, nema
þá helzt við almennings hæfi. Mest af vísindaritum um slík
efni var þá skrifað á dönsku nema sum rit Jóns Þorkelssonar
rektors. Á vegum félagsins voru gefin út ýmis rit eftir Hall-
dór Kr. Friðriksson, en merkast þess sem félagið gaf út af
þessu tagi er þó óefað Um frumparta íslenzkrar tungu eftir
Konráð Gíslason (1846), sem varla hefur verið fullmetið. Til
þessa flokks má og telja bragfræði Finns Jónssonar frá 1892,
sem er mjög góðra gjalda verð. Annars er einkennilega fátt
um rannsóknir á þeirri skemmtilegu fræðigrein hér á landi.
Frá því Jón Sigurðsson ruddi braut til skilnings og viður-
kenningar á þjóðsögum með hinni merku ritgerð sinni, sem
út kom í Nýjum félagsritum 1860, hafa þjóðsögur og þjóð-
kvæði og alþýðlegur fróðleikur jafnan verið talin eiga sér
rúm inn við sjálfar hjartarætur þjóðarinnar. Bókmenntafé-
lagið kom einnig þar við sögu. Árið 1830 gaf það út orðskviða-