Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 278
RITFREGNIR.
Bækur Handritastofnunar.
Árið 1955 var Handritaútgáfunefnd Háskóla fslands stofnuð. Á næsta
ári kom út fyrsta bók hennar, Islendingabók Ara fróSa, AM. 113 a and
113b, fol., with an Introduction by Jón Jóhannesson (fslenzk handrit,
Icelandic Manuscripts I; Reykjavík 1956). f henni er Ijósprentun tveggja
uppskrifta séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti (d. 1672) af mjög gömlu
handriti íslendingabókar. Það handrit hafði Brynjólfur Sveinsson biskup
undir höndum, en á dögum Árna Magnússonar var jiað glatað. Ljós-
prentun af annarri þessara uppskrifta, AM. 113 b fol., hafði reyndar kom-
ið út áður í Are hinn fróðe Þorgilsson, Islendingabók, udgiven ved Finnur
Jónsson (Kobenhavn 1930). önnur bók Handritaútgáfunefndar var SkarSs-
árbók, Landnámabók Björns Jónssonar á SkarSsá, Jakob Benediktsson gaf
út (Reykjavík 1958), sjá Skírni CXXXIII (1959), 223—226. Þriðja bók-
in var Dínus saga drambláta, Jónas Kristjánsson bjó til prentunar (Ridd-
arasögur I; Reykjavík 1960), sjá Skírni CXXXV (1961), 258—259.
Árið 1962 tók Handritastofnun íslands við störfum Handritaútgáfu-
nefndar. Hún hefur nú sent frá sér fjórar bækur. Þriggja þeirra skal að
nokkru getið hér, en ein, Sigilla Islandica I, ÁM 217, 8vo, Magnús Már
Lárusson og Jónas Kristjánsson sáu um útgáfuna (íslenzk handrit, Ice-
landic Manuscripts, Series in octavo, Vol. I; Reykjavík 1965), verður lát-
in bíða þess, að áframhald verksins komi út.
Viktors saga ok Blávus, Jónas Kristjánsson bjó til prentunar (Ridd-
arasögur II; Reykjavík 1964), ccxii+52 bls.
Þessi útgáfa skiptist í þrjá hluta. Fyrst er inngangur útgefanda ásamt
efnisútdrætti sögunnar á ensku, bls. ix—cviii. Þé tekur við ritgerð um
söguna á ensku eftir Einar Ól. Sveinsson, bls. cix—ccxii. Loks er útgáfa
sögunnar ásamt nafna- og handritaskrá, bls. 1—52.
Viktors saga og Blávus er varðveitt heil í tveimur skinnhandritum,
nær heil í einu, og auk þess eru til tvö brot af sögunni á skinni. f inn-
gangi gerir útgefandi grein fyrir þessum handritum, varðveizlu þeirra,
rithöndum, aldri og uppruna, ferli, stafsetningu og orðmyndum. I ljós
kemur, að tvö handritanna, Stockh. perg. fol. nr. 7, frá síðasta hluta 15.
aldar og brotið AM 567 VIII 4to, frá fyrri hluta 16. aldar, hafa skyldan