Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 36
34
Aðalgeir Kristjánsson
Skirnir
bréfasafnsins og Annálanna dróst saman. Kvæðasafnið hætti
að koma út (raunar ekki af fjárhagsástæðum), og minnstu
munaði, að hætt yrði við útgáfu Fornbréfasafnsins. Það var
eingöngu vegna afskipta dr. Páls Eggerts Ölasonar, að útgáfu
Fornbréfasafnsins varð lengri lífdaga auðið. Hann leysti einn-
ig af höndum síðasta stórvirkið í útgáfustarfsemi Bókmennta-
félagsins, og er þar átt við íslenzkar œviskrár, sem komu út
1948—1952, auk þess kom út viðbætir, sem sr. Jón Guðna-
son skjalavörður sá um.
Nokkur samdráttur hefur orðið í bókaútgáfu félagsins frá
því fyrst eftir sameiningu deildanna. Hin síðari ár hefur yfir-
leitt ein bók fylgt Skírni, en margar þeirra að vísu verið
merkar og myndarlegar. Og ástæðuna er auðvelt að finna.
Það er féleysi félagsins. Síðustu áratugina er sama viðkvæð-
ið fund eftir fund, að félagið sjái sér ekki fært að gefa út
þetta eða hitt, en einnig hefur annríki þeirra, sem um útgáf-
ur hafa átt að sjá, valdið töfum. Hins vegar hafa komið út
bækur og ritgerðir í Safni til sögu Islands, svo sem bók Nönnu
Ólafsdóttur um Baldvin Einarsson o. fl.
Raunar má segja, að Bókmenntafélagið hafi vandað vel til
þeirra bóka, sem það hefir gefið út síðustu áratugina. Er þar
fyrst að telja öndvegisrit eins og doktorsritgerð Jóns Jóhann-
essonar Um gerðir Landnámu, Upphaf leikritunar á Islandi
eftir próf. Steingrim J. Þorsteinsson og bækur eftir núver-
andi forseta félagsins Um íslenzkar þjóðsögur, Á NjálsbúS
og Ritunartími íslendingasagna, en þrátt fyrir útgáfur góðra
og gagnlegra bóka hefir gengið jafnt og þétt af félaginu.
Þannig keypti það hvað eftir annað bækur af Isafoldarprent-
smiðju fyrir lítið gjald og dreifði út meðal félagsmanna, þar
sem það hafði ekki fjármagn til að annast sjálft um gerð
sinna eigin bóka. Þetta hefur þó ekki gerzt í tíð núverandi
forseta félagsins.
Þá hefur félagið, eins og raunar ýmis önnur félög, falið
öðrum afgreiðslu bóka sinna og fengið hana í hendur öðru
bókaútgáfufélagi. Enda þótt hér sé um framkvæmdaratriði
að ræða, gildir enn, að sá er sterkastur, sem stendur einn, og
með þessu móti er erfiðara að hafa glögga vitneskju um,