Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 31
Skímir
Hið íslenzka bókmenntafélag
29
nám Kaupmannahafnardeildarinnar var tekið til umræðu á
nýjan leik. 1 þetta skipti var málið tekið upp meðal félaga
í Kaupmannahafnardeildinni, og var Gísli Sveinsson, sem þá
var við laganám í Kaupmannahöfn, málshefjandi á fundi,
sem haldinn var 21. apríl 1906. Menn urðu ekki á eitt sáttir,
t. d. var Þorvaldur Thoroddsen prófessor, sem þá var forseti
deildarinnar, andvígur tillögunni. Nefnd var skipuð í málið,
en hvorki gekk né rak, því að deildin var klofin í málinu.
Og fór svo fram til ársins 1910. Björn M. Ólsen varð forseti
Reykjavíkurdeildarinnar 9. júlí 1909 og átti forsæti í nefnd,
sem átti að endurskoða lög félagsins og gera tillögur um sam-
einingu deildanna í eitt félag. Þessi nefnd skilaði því áliti,
að heimflutningur Hafnardeildarinnar og endurskoðun félags-
laganna væri svo samanofið, að hvorugt væri hægt að fram-
kvæma án hins. En lög félagsins voru þannig úr garði gerð,
að aðalfundirnir höfðu mjög mikil völd og gátu sagt stjórn-
inni fyrir verkum. Þetta kom mjög ójafnt niður á félags-
menn, þar sem margir þeirra áttu þess ekki lcost að sækja
aðalfund, einkum hér heima á íslandi. Þessir annmarkar á
félagslögunum voru báðum forsetum deildanna ljósir.
Síðsumars 1910 fór Björn M. Ólsen til Kaupmannahafnar
aðallega i því skyni að koma á sátt og samkomulagi í heim-
flutningsmálinu, að því er hann segir í endurminningum sín-
um í Minningarriti Bókmenntafélagsins 1816—1916. Til þess
að gera langa sögu stutta verður hér stiklað á stóru. Þegar
Björn M. Ólsen kom til Kaupmannahafnar, hitti hann próf.
Þorvald Thoroddsen, forseta Kaupmannahafnardeildarinnar,
að máli og ræddi við hann breytingar á stjórn félagsins, sem
hnigu í þá átt að takmarka fundavaldið og efla völd stjórnar-
innar og skapa henni meiri festu. Þorvaldur var þessu sam-
niæltur, en þegar heimflutning deildarinnar í Kaupmanna-
höfn bar á góma hjá Birni M Ólsen, urðu undirtektirnar
daufari hjá Þorvaldi, án þess að um beint afsvar væri að
ræða.
Það mun hafa riðið baggamuninn, að Björn M. Ólsen fékk
talið Sigfús Blöndal bókavörð á að leggja niður Kaupmanna-
hafnardeildina og breyta lögum félagsins. Fram til þessa