Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 68
66
Björn K. Þórólfsson
Skímir
nefnir ráðgjafastjórn, í sérmálum landsins með fullri stjórn-
laga ábyrgð fyrir Alþingi og óháða ríkisráði Dana, og álíka
mikilvægt eða ekki minna um vert telur hann hitt, að æðsta
dómsvald í íslenzkum málum flytjist inn í landið, enda sé
slik breyting „sett í vændir“ í stöðulögunum.
Þá ræðir Benedikt skipun sveitarmálefna, sem hann vill
gera einfaldari, lögleiða sem fullkomnast sveitasjálfsforræði,
skilja héraðsmál frá almennum landsmálum og stofna fjórð-
ungsráð með rétti til að skipa fyrir um öll héraðsmál og
skattaálögurétti að því skapi. En hann segir, að ekki tjái neitt,
þó að þjóðin vilji þetta, enda sé það ósamþýðanlegt gildandi
stjórnarfyrirkomulagi „eins og það á eigi við, að fæturnir
sé langt á undan höfðinu". Síðasta Alþingi hafi samþykkt
frumvarp til laga um afnám amtmannaembætta og stofnun
fjórðungsráða, en stjórnin synjað því staðfestingar.
Benedikt segir Islendingum það fullkomlega ljóst, að slíkri
stjórnarskipun, sem hann bendir á í þessari ritgerð, verði að
vera samfara hinar sönnu uppsprettur auðsældar og þjóðlegra
vísinda. Hann minnist á atvinnuvegi á sjó og landi, þar á
meðal handiðnir, og bendir á ófremdarástand verzlunarinnar,
sem ekki sé á æðra stigi en svo, að yfirborðið af verzlunar-
ágóðanum renni út úr landinu. Islendingar viti líka, að þeir
séu þess ekki maklegir eða um komnir að heita sérstök þjóð
með sérstökum landsréttindum, löggjafarvaldi og dómaskipun
út af fyrir sig, ef þeir greiði ekki götu fyrir æðri þjóðlegri
og vísindalegri starfsemi með stofnun landsskóla eða þess
skóla, sem samsvari æðri menntastofnunum annarra mennt-
aðra þjóða. Sérstaka áherzlu leggur Benedikt á það, að kennsla
í lögfræði verði innlend. Hann rekur þá sögu, hvernig Al-
þingi hafi hvað eftir annað farið þess á leit, ráðgjafarþingið
með bænarskrám, Alþingi 1881 með lagafrumvarpi og Al-
þingi 1883 með lagafrumvarpi um lagaskóla, sem ásamt
prestaskólanum og læknaskólanum skyldi gerður að einni
sameiginlegri menntastofnun með nafninu landsskóli. En allt
hafi þetta orðið árangurslaust. Stjórnin geri ekki lagafrum-
vörpum hins löggefandi Alþingis hærra undir höfði en bæn-
arskrám ráðgjafarþingsins.