Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 266
252
Einar Ól. Sveinsson
Skímir
„ÞaS sýnist sem upplag hafi verið hjá þeim er réðu Eista dólgs óvinar
þegnum, þá Lútheri Reformatio fyrir alvöru inn komst hjá hvals vil eg
hvassa telja: að prófitera það af henni, að koma öllu jarðagóðsi, eða mestu,
í oddvita sjóð; hefur Jiað og nærri lægi (o: lagi) tekizt: að þessi gáta ei
sé de nihilo, sýna aðferðir við P(étur) E(inarsson) og þann er lagði hönd-
ur um háls kragamanni norðan að, háða hina jöfurhollustu. Það er og ei
ólíkt, fyrst sá stóri varð á annað borð niómörum róSa rastar út að ýta,
að þeir þar fyrir réðu, óskað hafi, að nokkur resistance kynni á zoi.'jx
(oya.ía) íyrir að verða, svo allir síðan kynni jure belli trakteraðir að verða
(o redigi in servitutem) og allt í þann garð falla, er víður er inngangs.
Að þetta sé ei absurda conjectura kann að ráðast af blöðunum er saman
voru sett á Spitzeyri, hvar inni allir sine discrimine segjast vera það sem
eg ei vera vildi fyrir allra þeirra hesta.“ (Isl. fbrs. XII, 271.)
Sá sem þetta hefur ritað, hefur verið meiri vinur Frónbyggja en Dana-
jöfurs, en hann hefur óttazt að tala óvarlega.
33.
Á Gotlandi fannst hrýni fyrir nokkrum áratugum. Á það voru rist
þessi orð: ormiga : ulfuair : krikiaR : iaursalÍR : islat : serklat. Með
nútíðarstafsetningu má rita það: Ormiga, tJlfar, Grikkjar, Jórsalir, Island,
Serkland. Líklega hafa þeir Ormiga og tJlfar verið farmenn, sem talið
hafa á brýninu upp þau lönd, sem þeir hafa gist á ferðum sínum.
Brýnið er sagt vera frá 11. öld.
34.
1 Rollantskviðu (Chanson de Roland) segir frá orustunni i Runzival,
þar sem Rollant barðist með félögum sínum og litlu liði við ofurefli
Serkja. Fór hér sem ella, að enginn má við margnum, enda var Rollant
svo mikill ofurkappsmaður, að hann vildi ekki þeyta horn sitt og kalla
með því Karlamagnús til liðs sér, fyrr en það var um seinan. Féll hann
og þeir félagar þar við mikinn orðstir. Áður hann félli, þuldi hann upp
herfarir sinar og afrek, þau er hann hafði unnið með sverði sínu Dýren-
dal Karlamagnúsi keisara, frænda sinum, til handa. Þar á meðal eru
þessir staðir nefndir (2329.—32. 1.):
„Costentinnoble, dunt il out la fiance,
E en Saisonie fait il 50 qu’il demandet;
Jo l’en cunquis e Escoce e [Vales islonde]
E Engletere qui il teneit sa chambre ...“
Svo segir í hinu elzta handriti kvæðisins, sem vaiðveitt er í Bodleian-
safninu í Oxford. Það handrit er talið ritað um 1170. Þar sem orð eru
innan homklofa í textanum, hafa önnur staðið áður, en verið skafin út,
en i stað þeirra hefur annar maður, og þó á 12. öld, ritað önnur orð,
þau sem í hornklofanum eru. Orð þau, sem aðalskrifarinn skráði, merkja: