Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 303
Skírnir
Skýrslur og reikningar
funda hefðu ekki verið birtar siðan 1961. Hann taldi einnig æskilegast, að
félagatal væri birt árlega, svo og hverjir væru í stjórn félagsins, og æski-
legt væri að fá bókaskrá prentaða. Jón fvarsson bað einnig um skýringu
á ])VÍ, hvers vegna Almenna bókafélagið hefði fengið bækur Bókmennta-
félagsins i umboðssölu.
Örn Ólafsson, stud. mag., spurði um útgáfu Fornbréfasafns og hverju
væri von á, þegar lokið væri útgáfu annálanna.
Jón Böðvarsson, cand. mag., spurði tnn, hve margir væru í félaginu nú.
Forseti tók til máls og sagði, að ýmsar ástæður yllu því að reikningar
og aðalfundargerð hefðu ekki birzt á undanförnum érum, og mætti segja
að sumar væru sér að kenna. Hann kvað Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar einungis hafa umboðssölu fyrir félagið. Félagar væru taldir um 1200.
Útgáfa Fornbréfasafns er orðin félaginu ofviða.
Nokkrar umræður urðu um, hvort 1000 eða 1200 manns væru í félag-
inu. Samkvæmt spjaldskrá eru félagar um 1200.
Jón fvarsson tók aftur til máls og gekk eftir skýrum svörum um,
hvernig sambandi félagsins væri háttað við AB og hvemig það væri til
komið. Hann kvartaði ennfremur yfir, að fundir væru ekki nægilega vel
auglýstir. Jón Aðalsteinn Jónsson tók undir gagnrýni Jóns ívarssonar um
fundarboðun. Hann nefndi dæmi þess, að menn hefðu verið strikaðir út
af félagaskrá, ef þeir hefðu ekki leyst út ársbækur. Þetta taldi hann ólög-
mætt. Hann kvartaði yfir, að bækur félagsins hefðu ekki verið auglýstar.
Forseti talaði aftur og sagði, að vandleg grein hefði verið gerð fyrir
samningum félagsins við AB á sinum tíma. Hann þakkaði áhuga fundar-
manna á málefnum félagsins.
Ölafur Pálmason tók undir kvörtun yfir því að félagatal væri ekki
birt, meðal annars vegna þess, að annars gætu menn ekki séð, hverjir
væru kjörgengir.
Halldór Halldórsson tók til máls og skýrði frá, að Skírnir 1965 kæmi
út í ársbyrjun 1966. Afmælisgreinin mun birtast í árganginum 1966.
Jón ívarsson tók enn til máls og ræddi enn um félagatalið. Kristján
Eldjárn talaði einnig og taldi erfitt að gefa nákvæmar upplýsingar um
tölu félaga. Enn tóku til máls örn Ölafsson og Halldór Halldórsson.
5. Beikningar félagsins voru bornir upp til samþykktar. Fundarstjóri
bar fyrst upp, hvort fundurinn vildi samþykkja reikningana svo búna,
en þeir eru ekki endurskoðaðir. Það var samþykkt. Síðan voru samþykkt-
ir reikningar ársins 1963 og 1964, en reikningar ársins 1965 voru ekki
tilbúnir til samþykktar.
6. Kosning endurskoðenda. Guðmundur Benediktsson borgargjaldkeri
og Gústav A. Ágústsson voru endurkosnir.
7. Kosning heiðursfélaga. Forseti skýrði frá, að fulltrúaráðið legði ein-
róma til, að eftirtaldir menn yrðu kjörnir heiðursfélagar:
Sven B. F. Jansson, prófessor í Stokkhólmi,
Hans Kuhn, prófessor í Kiel,