Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 86
84
Björn K. Þórólfsson
Skímir
um og hverju hún vildi ganga að, en þetta mætti lagfæra
án breytingar á stjórnarskránni.
Kosin var sjö manna nefnd í málið og fyrstu tunræðu
frestað. 1 nefndina voru kosnir: Jón Sigurðsson með 20 at-
kvæðum, Benedikt Sveinsson og síra Þórarinn Böðvarsson
báðir með 19 atkvæðum, Þorvarður Kjerúlf með 18 atkvæð-
um, Þórður Magnússon með 14 atkvæðum, Halldór Kr. Frið-
riksson með 13 atkvæðum og síra Jón Jónsson með 12 at-
kvæðum.
Nefndin klofnaði og var Halldór Kr. Friðriksson einn í
minnihluta. Meirihlutinn réð til að samþykkja frumvarpið
að mestu óbreytt, benti á það, að frá landsmanna hálfu hefðu
komið eindregnar óskir og áskoranir um breytingar á fyrir-
komulagi stjórnarinnar, og skírskotaði sérstaklega til Þing-
vallafundarins. Aðalbreytingin, sem meirihlutinn lagði til að
gerð yrði á frumvarpinu, var um kosningar til efri deildar.
Eins og fyrr segir var upphaflega svo fyrir mælt í frumvarp-
inu, að þingmenn efri deildar skyldu kosnir hlutfallskosn-
ingum, en nefndin lagði til, að þessu yrði þannig breytt, að
þeir skyldu kosnir tvöföldum kosningum eftir reglum, sem
settar yrðu í kosningalögum. Einnig var það ný tillaga frá
nefndinni, að kjörgengi til efri deildar skyldi bundið við 35
ára aldur. Enn fremur gerði nefndin þá breytingu á hinu
upphaflega frumvarpi, að reglulegt Alþingi skyldi koma sam-
an annaðhvort ár og þingmenn kosnir til sex ára, svo sem
verið hafði, og lét niður falla þá kröfu, að Alþingi skvldi
háð ár hvert. Halldór Kr. Friðriksson var á móti öllum stjórn-
arskrárbreytingum, en lagði til, að neðri deild sendi konungi
ávarp, og beiddist þess, að nú þegar yrði skipaður sérstakur
ráðherra fyrir sérmál Islands, helzt íslendingur, sem skyldi
mæta á Alþingi og halda þar svörum uppi af hendi stjórn-
arinnar.
Framhald fyrstu umræðu um stjórnarskrármálið í neðri
deild var 23. júlí. Benedikt Sveinsson var framsögumaður
meiri hluta nefndarinnar og flutti nú aðalræðu sína í stjóm-
arskrármálinu á því þingi.
Hann hóf ræðu sína á því að játa vanmátt sinn til að flytja