Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 287
Skírnir
Ritfregnir
283
rits, sem hefir að geyma safn af greinum, ritgerðum og ræðum dr. Þor-
kels Jóhannessonar fyrrverandi háskólarektors. Hann var um alllangt skeið
einn af mikilvirkustu sagnfræðingum vorum og ruddi þar að ýmsu leyti
nýjar brautir. Nokkrar af þeim ritgerðum, sem hér birtast, eru veiga-
mikið framlag í söguritun vorri, en það er mikið hagræði að hafa þær
ásamt öðrum minni háttar ritsmiðum höfundarins tiltækar á einum stað.
Rit, sem fjalla um sagnfræðileg efni, íslenzk, mega teljast til nýlundu
hverju sinni, enda eru verkamennirnir í vingarðinum fáir og því miður
þannig i sveit settir flestir, að þeir fá ekki einbeitt kröftum sínum að tíma-
frekum rannsóknum. Höfundur þessa ritsafns var einn hinna fáu, sem hafði
lengi ræktað sinn garð með sóma og hafði margt nytsamt til málanna að
leggja í fræðigrein sinni.
Þorkell Jóhannesson lauk meistaraprófi í íslenzkum fræðum með sögu
íslands sem aðalgrein árið 1927. Verkefni hans í aðalprófritgerð nefndist:
„Höfuðþættir í búnaðarsögu og búskaparháttum Islendinga frá upphafi
og fram um siðaskipti". Hér var í öndverðu brautin mörkuð og glíman
hafin við þau viðfangsefni, sem Þorkeli voru jafnan hugleiknust sem
sagnfræðingi. Það var atvinnusaga og hagsaga þjóðarinnar. Þetta svið
færði hann siðar út yfir alla þjóðarævina, jafnt fyrri sem síðari aldir.
Þessi mikilvægi þáttur sögu vorrar hafði löngum orðið meira eða minna
útundan í söguritun eldri manna, sem meir hafði snúizt um pólitíska sögu
og persónusögu, æviþætti merkismanna og þvi um líkt. Það verður því
hlutverk Þorkels að gerast brautryðjandi nýrrar stefnu í söguritun hér á
landi, og árangurinn mátti sjá af fyrstu ritgerðunum, sem hann birti um
þessi efni: „Um atvinnu- og fjárhagi á fslandi á 14. og 15. öld“ (Vaka,
1928) og „Plégan mikla 1402—1404“ (Skirrnr, 1928), þar sem nýtt og
óvænt útsýni gefur yfir lítt kunna þætti sögu vorrar. Um gildi þessarar
söguskoðunar kemst hann sjálfur svo að orði í fyrri ritgerðinni, sem eg
nefndi: „Höfuðáform sagnaritunar er að lýsa liðnum atburðum sem ljós-
ast og sannast. En höfuðgildi sögunnar, þeim sem kynna sér hana, eru
rök þau, er hún leggur fram til varnaðar eða hvata seinni kynslóðum,
er þær eiga um að velja kjör og kosti í sínu lífi, skapa sjálfum sér örlög.
Frá þessu sjónarmiði er hagsagan veigamesti þáttur þjóðarsögunnar. Hún
er undirstaða þess, að hægt sé með réttu ráði að færa sér í nyt reynslu
kynslóðanna.“
Það var að vísu síður en svo, að hér væri um nýja kenningu að ræða,
en Þorkell Jóhannesson varð til þess fyrstur íslenzkra sagnfræðinga að
leggja megináherzlu á hina hagfræðilegu hlið Islandssögunnar, og það
með góðum árangri. En eins og oft vill verða, er menn fara inn á nýjar
brautir, hætti honum nokkuð við að vanmeta sumar hjálpargreinar sög-
unnar, sem geta einnig komið að góðu liði og höfðu lengi verið í heiðri
hafðar. Á eg þar einkum við persónusögu og ættartengsl manna til auk-
ins skilnings á athurðarás sögunnar.
Rás viðburðanna varð Þorkeli að vissu leyti hagstæð til að sinna sögu-