Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 29
Skírnir
Hið islenzka bókmenntafélag
27
fréttaárinu, einkum í Danmörku. Einnig birtust grafskriftir,
erfiljóð og annar kveðskapur í Skími á fyrstu árum hans, en
brátt tók einnig fyrir það.
Skírnir hélt þessu upphaflega formi furðulega lengi. Á
fundi í Reykjavíkurdeildinni 23. marz 1861 var samþykkt til-
laga þess efnis að biðja deildina í Kaupmannahöfn að sleppa
fréttabálknum úr téðu ársriti, „en í stað þess hafa aðeins lista
yfir helstu útkomnar bækur á Norðurlöndum, lista yfir með-
limi félagsins og ársreikninga beggja deilda“. Samkvæmt þess-
ari fundarályktun skrifaði stjórn Reykjavíkurdeildarinnar
Kaupmannahafnardeildinni og færði þau rök fyrir máli sínu,
að fréttabálkurinn væri orðinn ónauðsynlegur vegna breyttra
samgangna við umheiminn, sem færðu landsmönnum frétt-
irnar löngu á undan Skírni.
Kaupmannahafnardeildin skellti skollaeyrum við þessari
tillögu og bar við vinsældum Skírnis, og sat nú allt við sama
í rúman áratug. Þá bar það til á fundi Reykjavíkurdeildar-
innar 6. júlí 1872, að sr. Þórarinn Böðvarsson flutti tillögu
þess efnis, að Skírnir yrði fluttur til Islands og Reykjavíkur-
deildin tæki að sér útgáfu hans. Þessi tillaga var samþykkt,
en Kaupmannahafnardeildin hafnaði henni með öllum at-
kvæðum.
Jón Sigurðsson mun fyrstur manna hafa gefið í skyn, að
þeir dagar kynnu að koma, að Kaupmannahafnardeildin yrði
lögð niður. Þetta gerðist í ræðu, sem hann hélt 24. maí 1873
a fundi Kaupmannahafnardeildarinnar. Tíu árum síðar var
sköpum svo skipt, að Gestur Pálsson stakk upp á því á fundi
í Reykjavíkurdeildinni, að kosin yrði nefnd til að undirbúa
flutning Hafnardeildarinnar, bæði sjóðs og handrita, heim
til Reykjavíkur. Þessi nefnd var skipuð, og lagði hún til, að
deildirnar yrðu sameinaðar, og voru samþykktar lagagreinar,
sem gerðu slíkt mögulegt. Kaupmannahafnardeildin snerist
öndverð gegn þessu og strandaði málið að sinni. Þess má geta,
að Tryggvi Gunnarsson hafði hreyft því máli á fundi hjá
Kaupmannahafnardeildinni, hvort ráðlegt væri, að sú deild
yrði lögð niður. Þessi heimflutningsbarátta, sem hófst með
tillögu Gests Pálssonar, stóð í 6 ár eða fram til 1889. Kaup-