Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 167
Skímir
Kormakur skáld og vísur hans
165
dal, og líkar föður hennar það illa og tekur hana heim til sín,
en Kormakur tók þá að koma í Tungu.
Þórveig hét kona á Steinsstöðum í Miðfirði; hún var fjöl-
kunnug. Synir hennar vöndu komur sínar í Tungu, og lagði
annar þeirra, Oddur, hug á Steingerði. Að áeggjan Þorkels
reyndu þeir bræður að gera honum mein, eitt kvöld sátu Þór-
veigarsynir fyrir honum og vildu drepa hann, en hann felldi
þá þó. Eftir þetta rekur Kormakur Þórveigu burt úr Miðfirði
og varnar henni bóta fyrir sonu hennar, en hún heitir honum
móti, að hann skuli Steingerðar aldrei njóta. Litlu síðar er að
því vikið, að hún seiddi til þess, og er þetta auðsjáanlega eitt
meginatriði í sögunni.
Nú biður Steingerður Kormak að tala við föður hennar og
giftast henni. Og það verður, hann biður hennar, og er ákveðin
brullaupsstefna. En þá verða milli þeirra greinir um fjárfar,
5,ok svá veik við breytiliga, at síðan þessum ráðum var ráðit,
fannsk Kormaki fátt um, en þat var fyrir þá sgk, at Þórveig
seiddi til, at þau skyldi eigi njótask mega.“ Og þegar til brúð-
kaups kemur, situr hann heima.
Þessu reiðast frændur Steingerðar og flýta sér að gifta hana
Hólmgöngu-Bersa, kappa miklum. Þegar Kormakur fréttir
það, breytist hugur hans, hann vill nú óður og uppvægur eign-
ast Steingerði. Hann veitir þeim eftirför, en fær engu fram
komið, nema gengur á hólm við Bersa og særist. Síðar gengur
Steinar, móðurbróðir Kormaks, á hólm við hann og særir hann
á þjóhnöppum og læri. Eftir þetta leggur Steingerður óþokka
á Bersa og segir skilið við hann. Nú er getið um ýmis skipti
Bersa við aðra menn, og kemur það eitt við sögu Kormaks,
að bróðir Steingerðar heimtir fé hennar af Bersa, og eiga þeir
hólmgöngu.
Nú er Steingerður næst gift Þorvaldi tintein Eysteinssyni,
af ætt Skíðunga, og mælti hún ekki móti því. Kormakur
lætur sem hann viti ekki, en býr sig til utanfarar. Hann vill
þó finna hana, áður en hann fari, og biður hann hana gera
sér skyrtu, sem er táknrænt, en hún tekur honum illa; yrkir
hann þá háðvísur um mann hennar, og skilja þau með engn
blíðu.