Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 65
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
63
óskertra landsréttinda Islendinga, sem áskilinn væri i vara-
tillögu Alþingis 1873.
Nú var fyrir höndum siðasta þing annars kjörtímabils
undir stjórnarskrá, Alþingi 1885. Áhugamenn um stjómar-
skrármálið hafa ekki viljað láta það kjörtímabil renna á enda
án þess, að Alþingi samþykkti endurskoðaða stjórnarskrá.
Eftir deyfð þá, er hvílt hafði yfir því máli á síðustu þingum,
tnátti ætla, að ekki mundi vanþörf öflugrar hvatningar frá
kjósendum, ef næsta þing, skipað sömu mönnum og hin tvö,
ætti að taka slíka rögg á sig. Bezt mundi vilji þjóðarinnar
koma fram á sameiginlegum fundi kjörinna fulltrúa úr flest-
um eða öllum kjördæmum landsins. Þótti nú ráð að taka upp
aftur Þingvallafundi. Þeir höfðu með öllu legið niðri um tíu
ára skeið, en voru oft haldnir, meðan sjálfstæðisbaráttan var
háð undir forustu Jóns Sigurðssonar. Þingvallafundur var
fyrst haldinn 1848, en síðan á hverju ári til 1855. Raunar
v°ru sumir þeirra svo fámennir, að ekki gátu heitið þjóðar-
samkomur. Enn voru haldnir Þingvallafundir árin 1861, 1862,
1864, 1873 og 1874. Sjálfstæðismálið hafði verið aðalmál
flestra Þingvallafunda, en þar voru einnig rædd fleiri lands-
mál.
Þingeyingar eða nánar til tekið Suðurþingeyingar áttu
frumkvæði um að endurvekja Þingvallafundi. Því máli var
hreyft á fundi í búnaðarfélagi Suðurþingeyinga 24. júní 1884,
°g skriður komst á málið, er Þingeyingar stofnuðu pólitískan
flokk eða félag, sem þeir nefndu Þjóðlið Islendinga, 1. desem-
her sama árs. Á stofnfundi þess var alþingismanni Suður-
þingeyinga, Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, sem verið hafði
forseti neðri deildar á þrem síðustu þingum, falið að skora
a þjóðina að senda úr hverju kjördæmi fulltrúa á Þingvaila-
fund til að ræða stjórnarskrármálið, og skyldi hann haldinn
a sumri komanda fyrir Alþingi.1)
Jón á Gautlöndum hirti í Isafold og Þjóðólfi 4. og 9. febrúar
1885 áskorun um Þingvallafund. Telur hann nauðsynlegt að
*) Sbr. Jón Sigurðsson: Sigurður í Yztafelli og samtíðarmenn, bls. 139
■—145.