Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 288
284
Ritfregnir
Skírnir
rannsóknum og sér í lagi atvinnusögunni. Þegar kennari hans, dr. Páll
E. Ólason, lét af prófessorsembætti í sögu Islands við háskólann, sótti
Þorkell um Jiað embætti ásamt mörgum öðrum. Var ]>á látið fara fram
samkeppnispróf og verkefnið, sem umsækjendur fengu til að skrifa um,
nefndist „Frjálst verkafólk á Islandi til siðaskipta“. Hér gafst Þorkeli
tækifæri til að rannsaka sérstaklega þann þátt fornrar íslenzkrar atvinnu-
og hagsögu, sem að verkafólki sneri og iðnaðarmönnum þeirra tíma, með
öðrum orðum líf og kjör vinnufólks. Prófessorsembættið hlaut hann að
vísu ekki að ]>ví sinni, þótt keppninni lyki hann með sóma. Hins vegar
tók hann sig til, jók og endurbætti samkeppnisritgerð sína og lagði hana
fram til doktorsvamar við Kaupmannahafnarháskóla árið 1933. Ritgerð-
ina birti hann á þýzkri tungu, og nefndist hún „Die Stellung der freien
Arbeiter in Island bis zur Mitte des 16. Jahrhunderts". Bók þessi er merk-
isrit og skaði, að hún skuli ekki hafa komið út á íslenzku. Þar sem hún
er í fárra manna höndum og með öllu ófáanleg, væri þarft verk að gefa
hana út á ný í íslenzkri þýðingu.
Það er ekki ætlun mín með þessum línum að rekja æviferil Þorkels
Jóhannessonar frekara en orðið er. Því skal aðeins við bæta, að árið 1944
var hann skipaður prófessor í sögu íslands við háskólann. Þar féll það
í hans hlut að hafa með höndum kennslu í sögu þjóðarinnar eftir siða-
skipti. Það, sem hér er greint um lærdómsferil Þorkels, er gert í því skyni
að sýna, hve snemma hann hneigðist í ákveðna stefnu i sögurannsóknum
sinum og hversu víðtækrar menntunar hann aflaði sér og þekkingar á
sögu þjóðarinnar frá upphafi og allt til vorra tíma. Hann varð eljusamur
og afkastamikill fræðimaður, eins og ritskrá hans er til vitnis um. Auk
doktorsritgerðarinnar eru helztu rit hans þessi: Saga Islendinga VI (síð-
ari hluti) og Saga Islendinga VII, til samans um timabilið 1751—1830;
Búnaðarsamtök á Islandi 1837—1937; ömefni í Vestmannaeyjum; For-
vigismenn frjálsrar verzlunar og verzlunarsamvinnu á Islandi 1795—1945;
Sjálfstæðisbarátta Islendinga, endurreisn Alþingis 1831—1845; Alþingi og
atvinnumálin; Ævisaga Tryggva Gunnarssonar I. bindi og fyrri hluti
II. bindis. Auk þess samdi hann margar ritgerðir sögulegs efnis og fjölda
greina af ýmsu tagi. öllum hinum styttri ritsmíðum hans, er ástæða þyk-
ir til að endurprenta, hefir nú verið safnað saman og þær gefnar út i
ritsafninu „Lýðir og landshagir“, sem er tilefni þessarar greinar.
Eg skal þá víkja að efni þessa ritsafns, og verður það mest upptalning
þeirra ritsmíða, sem þar eru birtar, með því að of langt mál yrði að ræða
sérstaklega um þær hverja fyrir sig, nema að litlu leyti. Hins vegar mætti
slík upptalning verða til þess, að einhverja fýsti að eignast rit þetta og lesa.
I fyrra bindinu eru m. a. ritgerðir þær, er eg minntist á hér að fram-
an og teljast mega meðal hinna veigamestu. Það eru ritgerðirnar um at-
vinnu- og fjárhagi á 14. og 15. öld og um pláguna miklu (svartadauða)
og afleiðingar hennar. Glögg og góð yfirlitsgrein er enn fremur „Atvinnu-
hættir á Islandi fram um siðaskipti". Fyrri kafli hennar hefir ekki verið