Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 170
168
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
syo hrjúfur og ósamfelldur, að hann er varla skiljanlegur,
vegna þess hve mjög er stiklað frá einu til annars, tengslalaust,
og gætir þessa ekki aðeins í orðalagi, heldur lika efni."1)
Björn M. Ólsen tók í fyrirlestrum sínum öll aldursrök Mö-
biusar til athugunar, og sýnir hann, að þau eru ófullnægjandi,
og má auk þess skilja allt öðruvísi. 1 stað þess að sagan sé „eftir-
klassisk“, muni hún vera „forklassisk“, samin fyrir gullöld
íslenzkra sagna. Ég er algerlega sömu skoðunar. öll einkenni
hennar falla í ljúfa löð, ef gert er ráð fyrir, að hún sé í flokki
þeirra sagna, sem ég hef stundum kallað fornlegar. Ég mundi
kjósa meiri jákvæð rök fyrir því, að hún hljóti að vera gömul,
en eitt og annað í samanburði við Hallfreðarsögu styður þó
þá skoðun, að Kormakssaga muni vera eldri. Björn M. Ólsen
hefur og hent á nokkur fornleg orð, og fráleitt má orðfæri
kallast unglegt, en líka má benda á fornlega stafsetningu, svo
sem einfaldan samhljóða fyrir tvöfaldan hér og þar í texta
Möðruvallabókar. Allt annarlegt í sögunni skýrist algerlega
með því, að söguritari hafi ekki öðlazt kunnáttu höfunda
klassiskra sagna í að semja gallalausa sögu eftir vísum og
sögnum héðan og handan að. Ég hef oft áður bent á, að algengt
sé í fornlegum sögum, að rofin sé tálmynd listarinnar; þetta
kemur og fyrir í Kormakssögu, svo sem þegar höfundur gefur
þessa skýringu á hverflyndi Kormaks: „ok svá veik við breyti-
liga, at síðan þessum ráðum var ráðit, fannsk Kormaki fátt
um, en þat var fyrir þá sok, at Þórveig seiddi til, at þau skyldi
eigi njótask mega“ (223); „Þat bragð, er Steinarr hafði við
Bersa, var af ráðum Þórðar, at Bersa skyldi verr ganga hólm-
gangan“ 249—50). Eins vel má og vera, að hlutdrægni sög-
unnar gagnvart Þórveigu, Þórdísi spákonu, Narfa og Skíðung-
um, geti engu síður verið fornleg einkenni en síðburðar merki.
Setningin „skauzk í skugga ok skammaðisk sín“ (278), er hún
fom eða ung?
Á þessa skoðun á aldri sögunnar hefur Sigurður Nordal
fallizt.
Áður en horfið er frá þessu efni, er rétt að minna á alkunn
J) Sturl.2 I, liv.