Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 59
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
57
sem Björn Þórðarson telur gagnmerka. Þar er varinn sögu-
legur og lagalegur réttur Islendinga til sjálfsforræðis og meg-
ináherzla á það lögð, að losa ráðgjafa íslands með öllu út úr
ríkisráði Dana, enda telur höfundur, að hann eigi ekki þar
að sitja samkvæmt stjórnarskrá Islands. I síðasta kafla rit-
gerðarinnar bendir höfundur á leiðir til stjórnarbóta, telur
það nokkura bót, ef ráðgjafi Islands mætti sjálfur á Alþingi,
þó að búsettur væri í Kaupmannahöfn, enda hefði hann kunn-
leika á landi og þjóð og væri fullfær í tungu landsmanna.
Meiri stjórnarbót telur höfundur, ef ráðgjafinn væri búsett-
ur hér á landi. En þó að innlend stjórn þannig löguð mundi
að mörgu leyti verða til bóta, þyrfti hin innlenda stjórn, ef
vel skyldi fara, að styðjast við jarl eða ímynd konungs, sem
konungur veitti fullt umboð í sinn stað um öll íslenzk mál-
efni. Greininni lýkur með lögeggjan um að skera upp herör
og hefja orustuna um innlenda stjórn á Islandi. Þess skal
getið, að höfundur telur stjórnarbætur þær, sem nú voru
nefndar, framkvæmanlegar án þess að breyta sjálfri stjórnar-
skránni beinlínis, þó að hann játi, að hún geri ráð fyrir
æðstu stjórn Islands í Kaupmannahöfn.
Segja má, að i þessari ritgerð sé með nokkurum hætti bent
fram í tímann til þriggja meginstefna í stjórnarskrármálinu,
benedisku, valtýsku og heimastjórnar.
Ritgerð Sigurðar er vafalaust samin undir yfirsýn Jóns
Sigurðssonar. Mun hún mega teljast pólitísk erfðaskrá Jóns
til Islendinga, eins og Valtýr Guðmundsson komst að orði.
Grein Einars Ásmundssonar í Nesi, „Hugleiðingar um
stjórnarmálið“, í Andvara 1879, er vægari, þó að þar sé að
vísu farið fram á stjórnarskrárbreytingar. Einar telur það
tilfinnanlegastan galla á stjórnarskránni, að ráðgjafi Islands-
tnála sé einn af stjórnarherrum Dana, sem að vonum mæti
ekki á Alþingi. Af þessu leiði, að þingið verði að starfa í
stöðugri óvissu um, hvort lög, sem það samþykkir, hljóti stað-
festingu konungs. Til úrbóta stingur Einar upp á þvi, að
landshöfðingi sé gerður að stjórnarherra þeirra mála, sem
einungis séu innanlandsmál, því að í slikum málum sé nauð-
syn brýnust, að þau fáist „greiðlega kljáð“, eins og Einar