Skírnir - 01.01.1966, Page 238
236
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
Ekki má heldur vanmeta framlag Arnljóts sjálfs, þ. e. vin-
sælar greinar hans um landsmál, og þá einkum fjármál, í
blaðinu Norðlingi þessi árin. Þingmaður kjördæmisins var
Arnljótur 1877 og 1879.
Einar Jónsson, prófastur í Kirkjuhæ í Hróarstungu, síðar
á Desjarmýri og loks Hofi í Vopnafirði, var 1. þingmaður
kjördæmisins 1893—1901. En 1902 féll hann, sjálfsagt af
því að hann skipti skyndilega um flokk, en slíkt þótti a. m. k.
þá hin mesta ósvinna.32) Hann hafði fyllt flokk Valtýs
Guðmundssonar, en söðlað um og snúizt í lið með Heima-
stjórnarflokki. Og í þeim flokki var hann, þegar hann var 2.
þingmaður sýslunnar 1912—1913. Um hann segir palladómari
Fjallkonunnar svo, m. a. eftir fyrsta þing hans: „Séra Einar
Jónsson er fullur meðalmaður á hæð og þrekinn, húandlegur
með skegg ofan á bringu . .. Hann talar ekki óliðlega, en kom
fram heldur ófrjálslyndislega í ýmsum málurn."33) Sr. Einar
var stórvirkur fræðimaður og safnaði óramiklu efni til ætta
Austfirðinga, sem nú er verið að gefa út. Einnig var hann
söngmenntaður og sá t. d. um útgáfu á sálmalagasafni Péturs
Gudjohnsens. Hann var Reykjavíkurstúdent og prestaskóla-
kandídat.
Einar Þórðarson, prestur á Hofteigi og Brú á Jökuldal,
síðast Desjarmýri, var 2. þingmaður Norður-Múlasýslu 1903—
1907. Hann var í flokki Valtýinga, sem þá kallaðist Fram-
sóknarflokkur. Var hann mikill áhugamaður um bindindis-
mál. Um það bil sem þingi lauk 1907, var heilsa hans á
þrotum, og dó hann fáum árum seinna, rúmlega fertugur
að aldri. Hann var Reykjavikurstúdent (utan skóla) og kandí-
dat frá Prestaskólanum.
Seyðisf jörður
var einmenningskjördæmi frá 1905 og lengi fámennasta
kjördæmi landsins. Þaðan komu 7 þingmenn, þar af 1
prestur:
Björn Þorláksson, prestur á Dvergasteini við Seyðisfjörð,
annar þingmaðurinn sem þaðan kom, 1909—1911, og var í
Sjálfstæðisflokki. Keppti hann um sætið við dr. Valtý Guð-