Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 153
Skírnir
Ónáttúra og afskræming
151
svo í augum uppi, er merkilegt að sjá, að einn sérfræðingur í
málaralist, Maurice Grosser, höfundur The Painter’s Eye (A
Mentor Book 1955) hefur orðið ekki einu sinni í efnisskrá
sinni, hvað þá að hann skrifi kapítula um það í bók sinni.
Frá mínu sjónarmiði er þetta eins og ef Snorri minntist ekki
á kenningar í Eddu sinni. Til allrar hamingju fyrir mig fann
ég annan listfræðing, Mr. Patrick Heron, sem er ekki hræddur
við að hefja fyrirlestra sína um tízkulist (The Changing
Forms of Art, New York 1955 (—58)) með kapítula um
nauðsyn afskræmingar í málaralist („The Necessity of Dis-
torsion in Painting“). Maður getur skilið ástæðuna til þess,
að listfræðingar vinveittir tízkulistinni hiki við að bera sér
orðið afskræming í munn, ef til væri annað betra, því að
afskræming hlýtur líka, sem von er, að vera fyrsta óp óvina
nýjunganna. Á sama hátt mætti skamma kenningaskáldin
fyrir moldviðri og afskræming einfaldra hluta, og það gerði
Eysteinn Ásgrímsson óbeint með Lilju sinni og Jónas Hall-
grímsson beint með ritdómi sínum um rímurnar. Hins vegar
vildi ég í báðum þessum tilfellum kveða að hlutunum án
nokkurrar tæpitungu, því að ég álít, að hér sé um mikilvægt
listarlögmál að ræða og áhrifamikið mjög og það eigi aðeins
í dróttkvæðunum, heldur og í tízkulistinni. Hvað mundi
Guernica vera án afskræmingar formanna (og samt mun þessi
afskræming ekki vera nefnd í grein um Guernica í Rau8um
Pennum 1938)?
Þetta lögmál afskræmingarinnar gerir tízkumálaralist
Picassos eigi síður en dróttkvæðin eins óklassíska, ónáttúrlega
og óraunsæja og hugsazt getur. Það er því meira en ein-
kennilegt að kalla hinn mikla snilling nútímamálverksins
Picasso raunsæjan og realistískan. En það gerir Nóbelsverð-
launaskáld vort, Halldór Kiljan Laxness, í „Vandamálum
skáldskapar á vorum dögum,“ ræðu er hann hélt í Stúdenta-
félagi Norðmanna, Csló 8. maí 1954 (prentaðri í Dagur í senn,
Reykjavík 1955). Að kalla list Picassos raunsæja virðist mér
vera contradictio in adjecto, enda tókst Laxness það einungis
með því að breyta merkingu orða sinna eða forsendum sínum.
Hann gerði það með því að krefjast þess, að öll list væri raun-