Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 279
Skirnir
Ritfregnir
275
texta, og kallar útgefandi ]pau A-flokk. Athugun á rithöndum í Stockh.
perg. fol. nr. 7 og samanburður þeirra við rithendur á öðrum handritum
og fornbréfum virðist benda til þess, að handritið sé eyfirzkt og ef til vill
skrifað í klaustrinu á Möðruvöllum í Hörgárdal um 1470. Sennilegt er,
að AM 567 VIII 4to sé skrifað á svipuðum slóðum. Hin handritin þrjú
hafa skyldan texta, og kallar útgefandi ]>au B-flokk. Rithendur á tveimur
þeirra, AM 471 4to, frá síðari helmingi 15. aldar, og AM 593 b 4to, frá
svipuðum tíma, benda til þess, að ]>au séu skrifuð á Vestfjörðum. Brotið
AM 567 I 4to, frá því um 1500, hefur sennilega einnig verið skrifað á
þeim slóðum. Auk þessara skinnhandrita eru til allmörg pappírshandrit
af sögunni. Þau skiptast i sörnu tvo flokka og skinnhandritin. 1 A-flokki
eru aðeins tvö handrit og munu bæði vera skrifuð i Eyjafirði eins og
skinnhandritin. I B-flokki eru mörg handrit og eru þau öll skrifuð á svip-
uðum slóðum og skinnhandrit B-flokks, á Vestfjörðum og á Vesturlandi.
Niðurstaða útgefanda er sú, að pappirshandritin hafi ekkert upphaflegt
að geyma. Otgáfan er gerð eftir Stockh. perg. fol. nr. 7, en leshættir eru
teknir úr hinum skinnhandritunum. Handritunum ber þó ekki verulega
mikið í milli.
Athyglisvert er, að sögupersóna sú, sem kallast Kódér í texta A-flokks,
heitir Kádor í texta B-flokks, en það mun ekki vera upphaflegt. Nú er
Kador þekktur úr Breta sögum, en hugsanlegt er, að breytingin Kódér í
Kédor hafi hér verið gerð fyrir áhrif frá Adonias sögu, en þar kemur
Kador fyrir, Late Medieual lcelandic Romances III, edited by Agnete Loth
(Editiones Amamagnæanæ, Series B, vol. 22; Copenhagen 1963), 164, 167.
Adonías saga fer einmitt á undan Viktors sögu og Blávus í tveimur hand-
ritum, sem geyma texta B-flokks, AM 593 a og b 4to, og AM 567 I 4to.
Svo kann þá einnig að hafa verið í forriti þessa flokks.
Rimur hafa þrivegis verið ortar eftir sögunni. Elztar þeirra eru Vikt-
orsrímur fornu, sem taldar eru meðal elztu rímna, sennilega ortar á síð-
ari hluta 14. eða á fyrri hluta 15. aldar. Þær standa næst texta A-flokks.
1 þeim er rúmlega helmingur sögunnar, en sem framhald af þeim voru
Viktorsrímur yngri ortar, sennilega um 1600. Þessar rimur voru gefnar
út í Rímnasafn II, udgivet ved Finnur Jónsson (Samfund til Udgivelse
af gammel nordisk Litteratur, XXXV; Kobenhavn 1913—22), 604—684.
Viktors saga og Blávus hefur einu sinni verið gefin út áður í Late
Medieval Icelandic Romances I, edited by Agnete Loth (Editiones Ama-
magnæanæ, Series B, vol. 20; Copenhagen 1962).
Þá er komið að þætti Einars Öl. Sveinssonar í þessari bók, „Viktors
saga ok Blávus, Sources and Characteristics." Þetta er mikil ritgerð um
heimildir og einkenni sögunnar, svo mikil, að vel hefði mátt gefa hana
út sem sérstaka bók.
1 fyrsta kafla ber höfundur saman Viktors sögu og Klárus sögu. Hann
kemst að þeirri niðurstöðu, að Kláms saga sé heimild Viktors sögu, þó
þannig, að ósennilegt sé, að höfundur Viktors sögu hafi haft Klárus sögu