Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 84
82
Björn K. Þórólfsson
Skímir
konungs að nefnast landstjóri. f þessu mun felast meira en
einber nafnbreyting embættis. Landstjóri mundi vera tignar-
lægri en jarl og ódýrari landinu. Ekki mun hafa verið gert
ráð fyrir því, að landstjóri þyrfti að vera konungborinn mað-
ur með hirð, eins og Jón á Gautlöndum hafði óttazt að verða
mundi um jarl.1) Mesti munur á ályktun Þingvallafundar-
ins um endurskoðun stjórnarskrárinnar og frumvarpi því, er
hér um ræðir, er sá, að í frumvarpinu er alls ekki farið
fram á takmörkun á synjunarvaldi konungs. Vafalaust má
eigna það áhrifum Benedikts Sveinssonar, að slík krafa var
ekki borin fram á Alþingi.2)
í frumvarpinu var farið fram á þá breytingu á skipun Al-
þingis, að konungskosningar skyldu af takast, en efri deild
skyldi skipuð 12 þingmönnum kjörnum hlutfallskosningum
af öllu landinu í heild sinni. Alþingi skyldi heyja ár hvert
og kjörtímabil vera þrjú ár. 1 neðri deild áttu eftir sem áður
að sitja 24 þingmenn kosnir í kjördæmum, og mundi þá kjör-
dæmakosnum þingmönnum fækka um sex, en heimilt skyldi
að breyta tölu þingmanna með lögum svo sem og var eftir
gildandi stjórnarskrá.
f samræmi við ályktun Þingvallafundarins var i frum-
varpinu ákvæði um það, að sambandinu milli þjóðkirkjunnar
og hins veraldlega valds skyldi skipað með lögum. Hins vegar
var ekki farið eftir þeirri tillögu fundarins, að kosningarrétt-
ur til Alþingis yrði ekki bundinn við neitt gjald til almennra
þarfa, þó að í frumvarpinu væri nokkuð slakað á kröfum
gildandi stjórnarskrár um það efni.
í frumvarpinu voru ýmis ákvæði sams konar þeim, sem
sjálfsögð voru talin í stjórnarskrám frjálsra þjóða, en vantaði
í stjórnarskrána frá 1874, svo sem um það, að konungur
skyldi vinna eið að stjórnarskrá íslands, friðhelgi konungs og
Alþingis. Þau ákvæði, sem nú voru talin, voru einnig í stjóm-
arskrárfrumvörpunum 1881 og 1883.
t) Sbr. Benedikt Sveinsson Alþt. 1885, B, 824—25.
2) Sbr. ummæli Jóns Ölafssonar í Fjallkonunni 19. sept. 1889 og svar
Benedikts Sveinssonar í Norðurljósinu 10. apríl 1890. Sjá einnig Odd Did-
riksen Saga 1961, bls. 227—29.