Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 241
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
239
Sigurður um skeið þingmaður Snæfellsnessýslu (sjá þar).
Hann var Reykjavíkurstúdent og prestaskólamaður.
Skaf taf ellssýsla
var einmenningskjördæmi 1845—1857. Þá var henni skipt
í tvö kjördæmi, og hélzt svo 1859—-1873. Fyrsta kjörtímabil
löggjafarþingsins var hún tvímenningskjördæmi, en frá 1881
var henni á ný skipt í tvö einmenningskjördæmi og hélzt
svo til 1959, er kjördæmabyltingin varð. Alls urðu þingmenn
Skaftfellinga fjórir árin 1845—1857 og 1875—1879, þar af
2 prestar; voru þeir feðgar og samnefndir að auki.
Páll Pálsson (eldri), prófastur í Hörgsdal (Kirkjubæjar-
klausturþing) var 2. þjóðfundarmaður 1851, en kemur ekki
frekar við stjórnmálasöguna. Hann var Bessastaðastúdent og
hafði hafið guðfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn,
en ekki lokið prófi.
Páll Pálsson (yngri), prestur á Kálfafelli, Kirkjubæjar-
klaustri, Stafafelli og síðast Þingmúla í Skriðdal, var 1. þing-
maður Skaftafellssýslu 1875—1879. Hann var rómaður gáfu-
og hæfileikamaður, annálaður námsgarpur og fékkst fyrstur
manna hérlendis við kennslu heyrnarleysingja. En sitt er
hvað, gæfa og gervileiki. Undarleg veila i skapgerð stóð hon-
um um síðir fyrir þrifum. Hann hafði áður verið þingmaður
Vestur-Skaftafellssýslu (sjá þar).
Austur-Skaf taf ellssýsla
var einmenningskjördæmi 1859—1873 og aftur frá 1881. Af
9 þingmönnum þaðan voru 3 prestar.
Jón Jónsson, prófastur í Bjarnanesi og síðar Stafafelli, var
þingmaður kjördæmisins 1885 og 1893—1899. Hann hafði
mikinn áhuga á stjórnmálum, skrifaði t. d. talsvert um þau
í blöðin. Víst er, að hann hefði þegið að komast fyrr á þing
og kosið að vera þar lengur. Má og fullyrða, að margur fór
þangað, sem minna átti erindi. Um sr. Jón segir m. a. svo í
palladómi Fjallkonunnar 1885: „Síra Jón Jónsson er meðal-
maður á hæð, grannvaxinn, fölleitur, freknóttur, ennishár og
höfuðlagið fallegt; ekki fríður sýnum, en vel limaður og því
ekki ólaglegur og býður góðan þokka. — Síra Jón talar af