Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 165
EINAR ÓL. SVEINSSON:
KORMAKUR SKÁLD OG VÍSUR HANS.
I.
Má ég rifja upp fyrir góðfúsum lesara kvæði eftir franska
skáldið Baudelaire? Hann er staddur á götu, hávaði umferðar-
innar yfirþyrmir hann; en þá sér hann allt í einu konu, sera
gengur framhjá, há, grönn, klædd sorgarklæðum, „douleur
majestueuse"; hann lýsir henni ögn nánar, hinni fögru hönd,
sem lyftir klæðafaldi hennar, léttum hreyfingum hennar,
aðalsbragði hennar .. . Og skáldið drekkur úr augum hennar,
sem minna hann á bleikan himin er veit á ofviðri, blíðuna sem
töfrar, og unaðssemdina sem drepur. Þetta var sem leiftur ...
síðan nótt! Hverfula fegurð, tillit þitt veitti mér endurfæðingu:
sé ég þig ekki framar fyrr en í eilífðinni?
Un éclair... puis la nuit! — Fugitive beauté
Dont le regard m’a fait soudainement renaitre,
Ne te verre-je plus que dans l’étemité?
Annarstaðar, langt, langt í burtu! of seint! ef til vill aldrei!
Því að ég veit ekki, hvert þú flýrð, þú veizt ekki, hvert ég fer,
ó, þú sem ég hefði elskað, ó þú sem vissir það!
Ailleurs, bien loin d’ici! trop tard! jamais peut-étre!
Car j’ignore ou tu fuis, tu ne sais ou je vais,
ó toi que j’eusse aimée, ó toi qui le savais!
Um þetta efni, skáldið og konuna, sem gengur framhjá, mun
ég ræða hér á eftir.
Ef litið er á ástaljóð veraldar, fjalla þau langoftast um kon-
una, sem gengur framhjá; hún er ennþá ókomin, eða hún