Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 289
Skírnir
Ritfregnir
285
prentaður áður. Timabilinu fram að siðaskiptum skiptir höf. hér í þrjár
„aldir“, hverja með sínum séreinkennum: landnámsöld 874—930, land-
búnaðaröld 930—1300 og fiskveiðaöld 1300—1550. Tvær ritgerðir fjalla um
þjóðlegar iðngreinir, „Járngerð“ og „Ullariðnaður‘“, báðar samdar fyrir
Iðnsögu Islands. 1 ritgerðinni „Prentlistin kemur til lslands“ dregur höf.
allsterk rök að þvi, að Jón biskup Arason muni hafa haft prentsmiðju
sína og prentara með sér, er hann kom út úr vigsluför sinni 1525, en
ekki 1530—31, eins og Klemenz Jónsson telur í sögu prentlistarinnar á
Islandi, eða 1534, eins og Páll E. Ólason telur líklegast í riti sínu um
Jón Arason. Játa verður, að úrslitarök eru naumast tiltæk um þetta efni.
Aðrar ritgerðir í bindinu fjalla um síðari aldir: „Alþýðumenntun og
skólamál á Islandi á 18. öld, um sendiför Harboes og afleiðingar hennar;
„Við Skaftárelda" um móðuharðindin 1783—85; „Á mótum gamals tíma
og nýs“ um almenna hagi þjóðarinnar á fyrri hluta 19. aldar; „Dagur er
upp kominn" um þjóðfundinn 1851, rituð í tilefni af aldarafmæli þess-
ara sögulegu atburða. Tvær alllangar ritgerðir nefnast „Brot úr verzlun-
arsögu" (I—II); fyrri ritgerðin greinir frá upphafi verzlunarsamtaka á
Suðvesturlandi og Norðurlandi á árunum 1868—70, en hin síðari frá sögu
verzlana á Norður- og Austurlandi frá upphafi fríhöndlunar og fram um
1870. Þá kemur ritgerð, sem nefnist „Landbúnaður á Islandi 1874—1940“,
greinargott yfirlit, stutt tölum og línuritum. Að lokum eru í bindinu
tvær blaðagreinar: „1 dögun nýrrar aldar“, sem er upprifjun nokkurra
sögulegra staðreynda úr lífi þjóðarinnar 17. júní 1944, og „Þyrnirunnur-
inn brennandi“, hugvekja frá árinu 1939. Þar segir höf. m. a.: „Þjóð-
menning vor er í hættu stödd. Tunga vor sætir meiri og viðsjárverðari
áhrifum utan frá en nokkru sinni fyrr, áhrifum, sem gætu spillt henni
til óbóta, ef vér erum ekki sjálfir vel á verði.“ Hvað mættum vér segja
í dag eftir allt það, sem yfir oss hefir dunið siðan?
1 öSru bindi er fátt um eiginlegar sögulegar ritgerðir, en engu að sið-
ur er sagan þar tíðum í baksýn. Bindið hefst á alllangri ritgerð um
skáldið Einar Benediktsson eða réttara sagt um skáldskap hans. Hún birt-
ist fyrst í Eimreiðinni 1924 og mun því ein elzta greinin í ritgerðasafn-
inu. Sýnt er, að höfundur hefir látið sér títt um skáldmenntir þjóðarinnar
á ýmsum skeiðum. Auk ritgerðarinnar um skáldskap Einars hefir hann
einnig ritað um Njáls sögu frá sjónarmiði sagnalistar, um íslenzka róman-
tík, en sú ritgerð fjallar um Bjarna Thorarensen og kvæði hans um vetur-
inn, um Stephan G. Stephansson, Guðmund Friðjónsson (tvær greinar helg-
aðar hvorum þeirra) og Huldu skáldkonu, einnig um norska skáldið Knut
Hamsun. Tvær greinar eru tengdar ferðalagi höf. um utanvert Snæfells-
nes; hin siðari nefnist Tvö skáld og er ofin minningum um skáldin Stein-
grim Thorsteinsson og Sigurð Breiðfjörð. 1 þessum flokki er enn fremur
grein um Gunnar Gunnarsson, er flutt var sem inngangserindi að bók-
menntakynningu um skáldið. 1 öðrum ritgerðum hefir höf. meir gengið
á vit fræðigreinar sinnar, sögunnar, en allar eru þær ritgerðir ritaðar í