Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 194
192
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Láttu vatnið renna upp í móti, þá mundi hann verða við
orðum þínum."1)
Indverjar. 1 Rígvedu segir í tveimur lofsöngvum: „Indra
láti fyrir mátt sinn fljótið Indus renna upp í móti.“2)
Islendingar hafa úr orðtakinu búið til gátu: „Hvaða ár
renna upp í móti?“ Eftir Ambálesi eru höfð orðin: „I kvöld
renna allir fossar upp, en engir niður“ (spá um storm).
Bæði Egyptar og Gyðingar geta um það, að ár verði að þurr-
lendi (sjá t. d. Job 14, 11; Sálm. 107, 33; Jes. 42, 15; Habakuk
3,9).
Omar Khayam minnist og á þessa hugsun.3)
Þó að þau dæmi, sem greind eru hér að framan, séu nokkuð
tilviljunum háð, gefa þau þó nokkra hugmynd um útbreiðslu
þessara minna.4)
Hver er svo eðlilegur og heilbrigður skilningur þessara
minna? Að því er ég fæ bezt séð, er svarið við þessari spum-
ingu: Þau minni sem nefnd hafa verið hér að framan, em
Allerweltsmotive. Ökunnugt er, hvar þau em upprunnin,
sömuleiðis ferill þeirra um veröldina. En þau eru mjög gömul
og mjög víðföml.
Vandlegri söfnun efnis mundi aðeins styrkja þá niðurstöðu,
að epóda Hórazar hafi ekki hið minnsta gildi við tímasetningu
vísna þeirra sem Kormaki eru eignaðar í sögu hans.
X.
Hér að framan hafa ýmis almenn rök, einkum úr brag-
fræði og málssögu, en síðan úr efni nokkurra vísna, verið
tekin til athugunar, ef vera mætti, að af þeim skyldi mega
x) Schröder 2, 229.
2) S)á Schröder, 2, 229—30.
3) Sjá Schröder, 2, 230; þar með ýmis yngri dæmi.
4) Helztu styttingar. Ragnarök: Axel Olrik, Ragnarök, iibertragen von
Wilhelm Ranisch 1922; Schröder 1 = Franz Rolf Schröder: Edda, Skalden,
Saga, Festschrift fur Felix Genzmer 1952; Schröder 2 = Fr. R. Schröder:
Germanisch-romanische Monatschrift 1961, 229 o. áfr. Fjöldi minna hjá
Stith Thompson: Motif-Index of Folk-Literature, hefur verið kannaður,
svo og hjá T. P. Cross, Motif-Index of Early Irish Literature, en þau
eru mörg hver öll önnur: svo víðtækt er þetta efni.