Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 180
178
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
9. Að lokum skal drepa á viðskeyttan greini. Almennt er
talið, að hann hafi ekki tíðkazt á 10. öld nema þá ef til vill
í mæltu máli. Alla jafna er unnt að fella hann niður úr drótt-
kvæðum, sem sögð eru frá þessum tíma. I Kormakssögu verða
vandræði úr, ef greinir er felldur niður í 73. og 79. vísu; hin
fyrrnefnda er brengluð, eins og hver maður sér, í þeirri síðar-
nefndu er 3. vísuorð mjög vafasamt (vit skulum dalkinn deila).
Hér á undan hafa verið nefndar allmargar vísur, sem máls-
einkenni mæla með, að gamlar séu, oft fleiri en eitt í vísu:
1, 7, 8, 9, 10, 15, 16, 18, 19, 22 (?), 25, 26, 30, 31, 32, 33, 51,
53 (?), 54, 59, 60, 63, 67, 68, 69, 70, 71, 76, 77, 81, 84. Eru þær
þá í tæpum helmingi vísna eignuðum honum, en gildi dæm-
anna er þó misjafnt. Um velflestar hinna vitna máls- eða
bragareinkenni hvorki til né frá, en þrjár (73., 78. og 79.)
vísur mega ekki vera 10. aldar smið í þeirri mynd, sem þær
eru nú; loks eru margar eitthvað brenglaðar. Ég hef ekki far-
ið hér út í vísur, sem sagan eignar öðrum, en þær bera ýmis
fornleg merki og vekja engan veginn þá hugmynd, að þær
séu neitt yngri né að geymd þeirra og meðferð höfundarins
sé önnur.
VI.
Geymd vísnanna: áður en komið er að því efni og reynt
verður að draga ályktanir af því, sem nú hefur verið sagt,
er rétt að líta sem snöggvast á kenningar. Snorri getur þess
ekki, að kona sé kennd til handar eða sævar, en síðari fræði-
menn geta þess. I vísu eignaðri Agli er kona fyrst kennd
til handar (lv. 14 ‘hauka klifs Hlín’), annað dæmi er hjá
Kormaki og lítur út sem eftirlíking á kenningu Egils (5 ‘hauk-
mœrar Hlín’); síðan kemur eitt skáld af öðru, og er auðsætt,
að þetta hefur þótt leyfilegt.1) I vísum eignuðum Kormaki eru
þrjú ótvíræð dæmi um að kona sé kennd til sævar, en tvö
óviss (54 skerjarðar skorð, 70 bpru Vór, 83 sunds *Rindr;
25 varrskíðs vegskorð? 59 drafnar Freyja? — bæði síðari
dæmin eru mjög vafasöm). Þvílíkar kenningar eru síðan
1) Sjá Rudolf Meissner: Die Kenningar der Skalden, 419—20; Kon-
stantin Reichart, Arkiv f. n. fil. 46 (1936), 199 o. áfr.