Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 183
Skírnir
Kormakur skáld og vísur hans
181
í varðveizlu handritanna. Ekki ber textinn með sér, að skrif-
aramir hafi breytt honum vísvitandi, en þeir hafa varla skilið
vísurnar vel, og mun varðveizla sögunnar í handritum líka
hafa verið slæm.
Hér hefur því verið haldið fram, að höfundur sögunnar
hafi ekki spunnið mikið upp, og er það vegna lyndiseinkunna
hans sjálfs, en hann má þar á ofan hafa verið mótaður af
samtíma sínum, sem sætti yfirleitt enn þá áhrifum frá Ara
fróða og fylgjendum hans. En hugsum oss annars konar höf-
und, sem býr til sögu og diktar upp vísur. Hvernig yrðu vís-
ur þess manns? Sennilega líkar aukavísunum í Njálu eða ung-
um vísum í Grettlu, reglubundnar dróttkvæðar vísur, sem
ekki bæru sérstaklega mikil merki liðinnar tíðar.
VIII.
Hér er komið að veigamiklu efni, sem verður að ræða ögn
nánar. Sumir menn mundu vilja ætla, að höfundur, sem
diktaði upp sögu og byggi til vísurnar, mundi fyma málið.
Sézt hefur þessu haldið fram, og er þá án nokkurra röksemda
gengið að því vísu, sem einmitt þarf röksemda við, svo að á
það verði treyst. En það er ekki ofmælt, að þetta efni hafi
verið litt rannsakað.
Dróttkvæðin, ekki sízt þau sem ort eru undir dróttkvæðum
hætti, mega kallast íhaldsöm bókmenntagrein. Þeir sem yrkja
dróttkvæði, venjast því á íhaldsamt viðhorf við þessa kvæða-
smíð. Þar til kemur, að dróttkvæðaskáld hafa óefað haft mjög
í minnum gömul kvæði. Eftirlíking er alstaðar til í listum
öðrum þræði, dróttkvæðaskáld hafa óefað verið hrifnir af að
líkja eftir kveðskap höfuðskálda fyrri tíma. En þar með er
ekki sagt, að eftirliking þeirra hafi verið öll á eina bókina
lærð. Það kann að vera nokkrum vandkvæðum bundið að
greina sundur tegundir kveðskaparins, svo að skilmerkilega
fari, en það er nauðsynlegt að gera tilraun til þess. Annars
vegar má þá greina skáld, sem sækir eðlileg orð í minni sitt,
— en þau kunna að vera jafnósvikin, þó að ekki sækist hann
eftir frumleika; hins vegar er sá, sem keppist við vísvitandi
lærdómsstælingu og sundurgerðarlegt orðalag.