Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 158
156
Stefán Einarsson
Skírnir
Hér er merkilegt að sjá, að Maurice Grosser kennir líka af-
skræmingu nútímamálverksins samanrekinni samsetningu
myndarinnar. En ekki er víst, að það sé rétt. Hitt gæti líka
verið, að myndirnar sýndu brennandi uppreist listamannanna
gegn hversdagslegri vökuvitund sinni og heilbrigðri skynsemi
auk löngunar til að hneyksla fólkið.
Enn má bæta við einni ónáttúru í dróttkvæðum, sem hefur
einkennilega hliðstæðu í tízkumálverkum. Vísuhelmingar
skáldanna eru oft eins og skyndimyndir og mjög lítil hreyf-
ing í frásögninni; því er helmingurinn oftast sér um setningu,
en því nær einsdæmi, að setningar dragist frá einni vísu til
annarrar, eins og kemur fyrir í Placitusdrápu, til þess að segja
sögu, eins og auðvelt hefði verið í Eddukvæðastíl. Prófessor
Lie hefur tekið eftir þessum staðnaða stíl dróttkvæðanna og
hyggur, að ástæðan sé sú, að skáldin hafi verið að líkja eftir
hreyfingarlausum myndum skjaldanna. Svipuð ónáttúra
kemur fyrir í tízkulist, þótt hún sé annars eðlis, það er þegar
fútúristar reyndu að innleiða tíma og hreyfingu í myndir
sínar.
Þar sem drepið var á súrrealistisk málverk og dróttkvæði,
var bent á það, að skýra mátti hvort tveggja i ljósi drauma.
En mér virðist, að í kúbistískum málverkum sé meiri líking
með aðferðum dróttkvæðaskálda, einkum í kenningum, en i
nokkurri annarri málaralist. Líta má svo á, að kúbistískt mál-
verk sé gert úr abströktum línum og meira eða minna hlut-
stæðum formum fyrirmyndarinnar eða myndflatarins. Á
sama hátt má líta á kenningamar, ávallt undnar úr tveim
þáttum, abströktum stofni og hlutstæðu kenniorði. Með öðrum
orðum, í kenningunum er sama andstæða milli abstrakts og
hlutstæðs eins og í kúbistíska málverkinu. 1 mjög mörgum
tilfellum er hinn abstrakti stofn kenningarinnar í dróttkvæð-
um nafn geranda (nomen agentis), svo sem hring- gjafi,
-verpir, -skati, sem fær sína hlutstæðu lýsingu eða kenningu
með því, er hann gerir eða fæst við („hringar, gull, ger-
semar“). Flestar sagnir í dróttkvæðum skáldastíl eru faldar
í þessum gerandaorðum, og er sú ein ónáttúra stílsins að
snúa sögnum svo i nafnorð. 1 öðrum tilfellum eru trjáheiti