Skírnir - 01.09.1988, Page 127
SKÍRNIR
ÁVEITURNAR MIKLU
333
áveituna. Umreiknaður til verðlags 1927-31 verður áveitukostnað-
urinn um eða innan við 1 300 000 kr., þ. e. ríflega 110 kr. á ha eða
um 8400 kr. á hvert býli. Samsvarar það nokkurn veginn áætlun-
inni um 450 000 kr. kostnað á fyrirstríðsverði. En „þetta var lang-
stærsta og dýrasta jarðræktarframkvæmd, sem gerð hafði verið á
Islandi frá því að landið byggðist“.10
Aveiturnar þrjár til samans höfðu þá, um það leyti sem þær voru
allar fullgerðar, kostað - á þágildandi verðlagi og án vaxta - um
1 800 000 krónur, og eru vextir á framkvæmdatíma vægt reiknaðir
þótt sagt sé tvær milljónir króna.
Tvær milljónir var engin risaupphæð í íslenskum þjóðarbúskap
þessara ára; þó nam hún t. d. tíunda hluta af skuldum ríkissjóðs í
árslok 1930 og um þriðjungi (umreiknað til sama verðlags) af
kostnaðaráætlun járnbrautar þeirrar, sem Islendingar heyktust á að
leggja austur fyrir Olfusá á 3. áratugnum.
Ef sjónarhóllinn er hins vegar valinn um 1920, þegar verið er að
framkvæma Skeiðaáveituna og taka lokaákvörðun um Flóaáveit-
una, þá er um að ræða framkvæmdir upp á nærri 4 milljónir króna
á þess árs verðlagi, á sama tíma og árstekjur ríkissjóðs voru lítið yfir
10 milljónir,11 þar af varið til samgöngumála tveimur milljónum og
til „verklegra fyrirtækja" 700 þúsundum króna,12 en útflutnings-
tekjur landsins rúmar 60 milljónir. Þannig að hér var hugsað stórt.
En það átti líka að vera til mikils að vinna. Áveitulandið varð yfir
16 000 ha (og hafði raunar verið áætlað enn stærra).13 Öll tún lands-
ins 1920 voru aðeins talin 22 000 ha, og hefðu áveiturnar átt að jafn-
gilda meira en þriðjungi af túnunum, ef við það er miðað að kýr-
fóður hafi fengist af einum hektara túns og af tveimur hekturum í
áveitum.14 Áveiturnar gætu gefið af sér um 8000 kýrfóður, en
mjólkurkýr í landinu voru um 17 000 fyrir. Þótt sauðfjárrækt og
engjaheyskapur hafi að vísu vegið þyngra en kúabúskapur og
túnrækt, var hér stefnt að býsna miklum umskiptum á hag þess at-
vinnuvegar er enn taldist framfæra 47% þjóðarinnar.
III
Miklavatnsmýraráveitan fékk landssjóðsstyrk sem tilraunafram-
kvæmd, en að öðru leyti taldist kostnaður við hana lán til eigenda