Skírnir - 01.09.1988, Síða 211
SKÍRNIR
RITDÓMAR
417
fyrsta sinn með nútímastafsetningu, en stuðst er við vandaðar fræðilegar
útgáfur: útgáfu Önnu Holtsmark og Jakobs Benediktssonar á íslendinga
bók, útgáfu Dietrichs Hoffmann á Veraldarsögu og útgáfu Kálunds í Al-
frceði I á Leiðarvísi. Það er kærkomið að Veraldarsaga og Leiðarvísir skuli
nú hafa verið prentuð í fyrsta sinn á Islandi. Það færir okkur heim sanninn
um hve margt er ógert í fornritaúgáfu á íslandi.
íslendingabók Ara fróða var augljóslega fyrirmynd sagnaritara á þrett-
ándu öld, eins og orð Snorra bera vitni um (lxxxiii) og er því vel við hæfi að
prenta hana í þessari útgáfu. Kynningin á Veraldarsögu og Leiðarvísi
Nikuláss Bergssonar er skýr og greinargóð. Þessi tvö rit bjóða manni inn í
heim evrópskra miðaldamanna sem er kannski mörgum lesendum ókunn-
ur. Það má þó deila um hvort þau eigi heima í útgáfunni. Það hefði t.d. verið
vel við hæfi að prenta lagabálk úr Grágás og hefði Vígslóði verið augljóst
val, bæði vegna þess ljóss sem hann bregður á efni Sturlungu og vegna þess
að hann var það fyrsta sem vitað er að skrifað var upp á íslandi. Þau skjöl
sem prentuð eru fyrir aftan Leiðarvísi, Um rétt íslendinga í Noregi, Sátt-
máli milli Hákonar konungs og tslendinga 1262 (Gamli sáttmáli), Sam-
þykkt 1302 og Almúgans samþykkt 1306 eru mjög áhugaverð fyrir lesend-
ur.
Það sem eftir er þriðja bindis er helgað skýringum við texta Sturlungu. I
texta sögunnar í fyrsta og öðru bindi er vísað jafnóðum í þetta fjölþætta
skýringarefni svo að lesandinn geti auðveldlega notað sér skýringarnar til
að leysa úr flækjum söguþráðarins. Þessi hjálpartæki eru helsti skerfur út-
gáfunnar til lesenda Sturlungu. I bindinu er einnig rækileg heimildaskrá rita
er fjalla um Sturlungu og efni henni tengt, svo að áhugasamir lesendur geti
lagt út á fjarlægari mið.
Skýringarkaflinn hefst meðflokki er kallast „Ættir og átök“. Þar eru ætt-
artölur, töflur yfir bardaga og átök, skýringar á atburðum og töflur yfir
bætur eftir víg, svo að dæmi séu nefnd. Hægt er að fá góða hugmynd um
helstu atburði sögunnar af þessum töflum. Stundum eru tilvísunarnúmerin
ónákvæmlega staðsett í texta, t. d. á bls. 1.409 (vísað í ættartölu Haukdæla
þegar fjallað er um Kolbein unga og Gissur Þorvaldsson, fremur en í ættar-
tölu Ásbirninga) og á bls. 1.421 (þar sem virðist vera átt við skyldleika
Hjalta Magnússonar og Sturlu Sighvatssonar, en ekki við skyldleika Giss-
urar og Sturlu). Stundum vantar tilvísanir, t.d. bls. 1.431-2 (bætur eftir
Bæjarför) og í sambandi við Örlygsstaðabardaga, t.d. töflur yfir menn í
hvorri fylkingu og yfir mannfall. Þó er rækileg grein gerð fyrir einstökum
hliðum Örlygsstaðabardaga, liðssafnaði og hernaðarbrögðum í öðrum
hluta skýringanna, „Kortum“. Þetta eru þó aðeins smáatriði, því að hér er
mjög vandlega að verki staðið og er mikill fengur að þeirri eljuvinnu sem
farið hefur í þessar skýringartöflur.
Annar hluti skýringanna, „Kort“ sýnir sögusvið flestra atburða, svo að
hægt er fylgja eftir þróun átaka landfræðilega svo og ferðalögum manna og
sjá hvernig völd þeirra vaxa stig af stigi. Þessi skýringakort eru mjög kær-
27 — Skímir