Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.09.1988, Side 212

Skírnir - 01.09.1988, Side 212
418 GUÐRÚN NORDAL SKÍRNIR komin og þau kort er sýna uppgang höfðingja, eins og Sturlu, Snorra, svo og Sturlunganna allra; ferðir og dvalarstaðir Guðmundar Arasonar og ásælni Hákonar konungs við Islendinga, eru þægileg fyrir lesendur, svo að- eins fáein dæmi séu nefnd. Það er lítið við þessi kort að athuga, en fyrir get- ur komið að fyrirsagnir kortanna séu óskýrar, eins og t. d. „Flatatungu- fundur“ (númer 45). Fyrirsögnin vísar til sáttarfundar milli Sighvats Sturlusonar og Kolbeins unga, eftir að Kolbeinn hafði skipulagt árás á hendur Sighvati árið 1234.1 tengslum við skýringarkortið er ekki einungis vísað til þeirra atburða sem tengdust fundinum, heldur atburða þar á eftir, sem virðast vera fundinum óviðkomandi (bls. 1.372, 383). Á eftir textaskýringum fylgja listar yfir lögsögumenn og biskupa á ís- landi; helstu atburði á Islandi á tólftu og þrettándu öld; yfir páfa og kirkju- lega höfðingja, svo og konunga á miðöldum. Síðan er tafla yfir evrópskar og íslenskar miðaldabókmenntir, sem raðað er eftir tímaröð. Þar er Sturl- unga saga kennd við Þórð Narfason, sem mér virðist nokkur ofrausn. Þá fylgir annar listi þar sem íslenskum ritum á miðöldum er raðað í flokka. Þar er Sturla Þórðarson nefndur líklegur höfundur Grettis sögu, þó látið sé að því kveða í inngangi að það sé fráleit tilgáta (xli). Einnig er vafasamt hvort aðeins beri að tilgreina Þorgils sögu skarða og íslendinga sögu sem glötuð verk, en fella allar aðrar sögur, sem safnandinn notaði í Sturlungu, undir hatt samsteypunnar Sturlunga sögu. Orðasafnið í lok þriðja bindis á ekki einungis við þau orð sem koma fyrir í Sturlungu, heldur í öðrum fornritum. Það er greinargott. Aðalgalli þess er að tilvísanir vantar í þær blaðsíður í textanum, þar sem orðin koma fyrir. Það er hugsanlegt að einfaldara hefði verið að setja orðaskýringar neðan- máls, svo að lesandinn þurfi ekki að fletta upp í orðasafninu í hvert sinn sem hann rekst á torskilið orð. Það er einnig galli að orð skuli ekki skýrð í því samhengi sem þau koma fyrir hverju sinni, eins og leitast var við í útgáfunni frá 1946, því aðeins þannig koma orðaskýringar í fornsögum að fullu gagni. Einnig hefði verið áhugavert að tilgreina þegar um lagalega skilgreiningu er að ræða, því að merking þeirra getur verið margþætt. Skýringarbindið endar á nafnalistum sem skiptast í fernt. Listi yfir mannanöfn í Sturlungu, Hrafns sögu hinni sérstöku og Árna sögu; listi yfir staðanöfn; listi yfir mannanöfn í „Ættum og átökum" og á „Kortum" og listi yfir flest viðurnefni. Viðurnefnaskráin er sérstaklega skemmtilegur viðauki, því mörg viðurnefnin í Sturlungu eru mjög spaugileg. IV Hver kynslóð hefur tilhneigingu til að gefa út fornsögurnar í samræmi við breyttan smekk og nýja strauma. Er því óneitanlega ferskur blær yfir þess- ari nýju útgáfu. Útgáfa Svarts á hvítu á Sturlunga sögu er mjög myndarlega úr garði gerð. Bindin þrjú eru í smekklegu bandi, og kassinn sem hýsir þau er skreyttur fallegum myndum frá þrettándu öld. Skýringarbindið sýnir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.