Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.09.1988, Side 215

Skírnir - 01.09.1988, Side 215
SKÍRNIR RITDÓMAR 421 íslenskar. Nú vill svo til að í öfugmælavísunum er ekki aðeins talað um úlf og björn, eins og í Hávamálum, heldur í ofanálag um ljón. Eigum við þá að halda því fram að „the scene implied" sé sýnilega „non-Icelandic“ og þá sennilega indversk/afríkönsk? Nei. Við erum að tala um skáldskap og veruleika hans. Þessa sérstæðu veröld þar sem skáldið, hinn skapandi ein- staklingur ræður ríkjum. Hann getur t. d. með sínum hætti hafið sig yfir takmarkanir tíma og rúms, skapað þann heim sem hann lystir og látið hann lúta hverjum þeim lögmálum sem honum dettur í hug. Hann getur farið með veruleikann utan skáldskaparins að vild - getur gefið honum langt nef ef hann kærir sig um. Svo ég grípi nú fram í fyrir sjálfri mér, verð ég að játa að ég er ögn hissa á því að Evans skuli eyða jafn miklu púðri og raun ber vitni í að svara spurn- ingum um aldur og uppruna Hávamála. Kvæðið er hvergi varðveitt nema í Konungsbók, m. ö. o. í einu íslensku handriti frá 13. öld. Jafnvel þó við gef- um okkur að kvæðið (eða a. m. k. einstakir hlutar þess ef menn gera ráð fyr- ir að það sé samsteypa margra fornra kvæða) sé miklu eldra en handritið - sem þó er umdeilt, eins og Evans sýnir réttilega - höfum við ekki minnstu hugmynd um hvaða breytingum það hefur tekið og vitum að auki ekki meira en svo um norrænar tungur að fornu að bollaleggingar um aldur kvæðisins og uppruna eru dæmdar til að verða getgátur einar. Evans styður skoðun sína um norskan uppruna Gestaþáttar m. a. þeim málsögulegu rök- um að í þættinum séu fáeinar sagnir (kópa, glissa, glama, snópa og snapa) sem finnist fæstar í öðrum fornum ritum en eigi sér hliðstæður í norsku nútímamáli, þ. e. a. s. í ákveðnum mállýskum þess. Slík rök eru léttvæg- þó ónefnt sé látið að tvær sagnanna lifa í nútímaíslensku. Þó að „glissa" sé t. d. ekki þekkt úr öðru íslensku handriti en Konungsbók gefur sú stað-i reynd ekki tilefni til stórra ályktana. Við vitum að varðveitt handrit eru afar takmörkuð heimild um forníslenskt ritmál - svo ekki sé nú minnst á sér- kenni í máli einstakra manna fyrr á tímum, orðasmíð skálda o. þ. u. 1. Flestir munu telja að kvæði áþekk eddukvæðum hafi einhvern tíma verið til, ekki aðeins í Noregi heldur á öllu hinu norræna málsvæði. Hængurinn er bara sá að þau kvæði eru hvergi tiltæk. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr eru einu Hávamálin sem við þekkjum íslensk. Við getum svo sem skemmt okkur við að velta vöngum yfir hvort þau hafi einhvern tíma verið eitthvað annað. En satt best að segja finnst mér hafa verið svo mikið um slíka skemmtan — og þjóðrembuna sem gjarnan fylgir henni - að nú sé tími til kominn að menn einbeiti sér að kvæðinu eins og það er og fjalli um það sem íslenskt skáldverk í 13. aldar handriti. En - framígrip mitt er orðið helsti langt og ég hverf aftur til fyrri ræðu. Eins og ég minntist á í upphafi eru skýringar Evans ítarlegar. Hann rekur í smæstu atriðum hugmyndir fræðimanna jafnt um málfræðileg efni sem það menningarumhverfi er þeir telja kvæðið sprottið úr. Eg gleðst einlæg- lega yfir því að sjá allan þennan fróðleik á einum og sama stað en í sömu andrá hnykkir mér við hve skýringar bera lítinn svip þess að þær eiga við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.