Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.09.1988, Side 223

Skírnir - 01.09.1988, Side 223
SKÍRNIR RITDÓMAR 429 Einarsson, og býr suður með sjó. Valgerður er berdreymin og á það sinn þátt í því að hún tekur þessa ákvörðun þvert gegn því sem hún hafði í fyrstu ætlað. Jóhann á fimm syni og auk þess einn fósturson. Segir nú sagan frá því hvernig Valgerði gengur að taka að sér heimilið sem er í sárum eftir fráfall móður drengjanna sem látist hafði í spönsku veikinni í nóvember 1918. Oþarfi er að rekja efni sögunnar frekar en Valgerður hefur ráðist til Jó- hanns með þeim ásetningi að bindast ekki neinum tilfinningaböndum á hinum nýja stað. Er rík áhersla lögð á þetta atriði í sögunni. Hér fer þó á aðra lund og af því skapast spenna frásagnarinnar. Aðalpersónur sögunnar verða allar að lifandi fólki fyrir augum lesand- ans. Lýsing Valgerðar er að vonum einna skýrust enda mest frá henni sagt. Hún er viljasterk og ákveðin en jafnframt réttsýn og góðgjörn. Jafnlyndi hennar veldur því að hún tekur jafnan það ráð sem best dugir í hverri raun og lesandinn sannfærist skjótt um að undir hennar verndarvæng öðlist drengirnir öruggt skjól. Það leikur allt í höndum hennar og við þessar nýju og framandi aðstæður verður henni aldrei ráðafátt. Saga hennar er ein af þessum yfirlætislausu hetjusögum úr lífi íslenskrar alþýðu þar sem meg- indrættirnir eru markaðir af hógværð, þrautseigju og góðvild. Jóhanni, föður drengjanna, kynnist lesandinn einnig vel. Hann er bugaður maður þegar sagan hefst en var á fyrri árum þróttmikill og fullur lífsgleði. Hann er harðduglegur sjósóknari en samt á tónlistin ríkastan þátt í honum. Frá- sagnargáfu hefur hann ágæta og grípur oft til þess að segja drengjunum sög- ur til þess að stytta þeim stundir. Jóhann er í senn ímynd karlmennskunnar og mildinnar og Valgerður, sem alla tíð hefur litið svo á að ástin væri ekki ætluð henni í lífinu, skynjar glöggt að henni stendur ekki á sama um þennan mann. A milli þeirra ríkir að lokum fyllsta trúnaðartraust. Höfundi er nokkur vandi á höndum að lýsa öllum bræðrunum fimm svo að hver og einn sé markaður skýrum persónueinkennum en tekst þó furðuvel. Mest er sagt frá Jóa litla Daða sem er yngstur bræðranna og á sér greinilega fyrir- mynd í höfundi sjálfum á barnsaldri. Drengurinn er oft lítill í sér en næmur og ímyndunaraflið óvenju-frjótt. Hann tekur vel eftir öllu sem er að gerast og bætir við þar sem veruleikanum sleppir og þá oft ótæpilega - enda verð- andi skáld! Elstur bræðranna er Einar eða Eini eins og hann er oft kallaður. Hann er ábyrgðarfullur og hlutskipti hans því erfiðara en hinna þar sem hann skilur best hvernig málum fjölskyldunnar er komið. Með áhrifarík- ustu atvikum sögunnar er það þegar hann kallar Jóa Daða með sér út í fjós til þess að kveðja hann þar þegar leiðir bræðranna skilja og heimilið er leyst upp. Af aukapersónum sem gegna allnokkrum hlutverkum verða minnis- stæðastar María ljósa og Hannes gamli pú pú. Þau sýna hvort með sínum hætti hversu hjálpsemi og samstaða er rík í þessu byggðarlagi. Ekki spillir heldur að hafa létta lund þó sitthvað bjáti á. Sannarlega persónur af holdi og blóði sem þar fara. Staða höfundar gagnvart persónum í skáldverki er gamalkunn glíma og farsæl lausn hennar skiptir ekki minnstu máli fyrir listræna vérðleika
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.