Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 17

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 17
Sjötta erindið fylgir frumtextanum mjög vel: 6. Hans var koman því hingað snauð að hjálpa oss af vorri nauð, himnum á vill halda oss ríka, heilögum sínum englum líka. Kirieleyson. í lokaerindinu er eins og í fyrsta erindinu vikið frá frumtextanum þannig að versið er hvatning í 1. persónu - Gleðjumst af því góðir menn, Guði þökkum allir senn - í stað þriðju persónu: Des freu sich alle Christenheit Und dank ihm des in Ewigkeit. Athyglisvert er hversu íslenskar bragfræði- reglur hvetja íslenska þýðandann til að nota hugtakið „góðir menn“ yfir Christenheit eða kristni: 7. Því hefur hann oss þetta veitt, það hans kærleik brast ei neitt, gleðjumst af því góðir menn, Guði þökkum allir senn. Kirieleyson. Sálmabók Guðbrands Þessi jólasálmur var ekki í Sálmakveri Gísla 1558 (Sálmabók 1558) en var tekinn upp í Sálmabók Guðbrands 1589 (Sálmabók 1589). Upphaf sálmsins er Heiðra skulum vér Herrann Krist eins og hjá Marteini og bendir það til þess að Guðbrandur hafi haft þýðingu Marteins við höndina. En hann notast ekki við þýðingu Marteins heldur er sálmurinn þýddur að nýju. Hann er greinilega þýddur úr þýsku eins og sést þegar í fyrsta vers- inu og nær hugsun frumtextans mjög vel. Islenskum skáldskaparreglum er beitt eins og í þýðingu Marteins. Guðbrandur hafði líka lagt áherslu á það í formála sínum að Sálmabókinni að sálmaskáldin yrki í samræmi við íslenska eða norræna skáldskaparhefð og andæfir skoðunum einhverra sem haldi því fram að sálmar skuli ekki taka mið af þeim. Um íslenskuna eða norrænuna segir hann að hún taki fram öðrum tungumálum „í skáldskapar- málsnilld og kvæða hætti hvað sannlega er ein Guðs gáfa þessu norræna máli veitt og gefin, hverja enn þó margir misbrúka Með misnotkun á Guðbrandur við að menn séu að beita snilld sinni á alls kyns óguðlega söngvar og vísur en beri að fórna gáfu sinni þeim sem hefur gefið þeim skáldskapargáfuna. Þó talar hann um að að gæta verði hófs því að markmið 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.