Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 18
sálmasöngsins sé að „hræra mannsins hjarta“ með Guðs orði en ekki sýna
snilld höfundarins.
Sá sem þýðir sálminn, hvort sem það var séra Ólafur Guðmundsson í
Sauðanesi (um 1537-1609) eða annar10 fer eftir þessum reglum þó að deila
megi um það hvort textinn sé jafn lipur og þýðing Marteins. Athygli vekur
að á undan sálminum er fyrirsögn sem er eins og lagboði: „Lofaður sértu,
Jesú Krist.“ Ef þetta er tilvísun í lagboða, virðist hér vitnað í einhverja
útgáfu sálmsins sem ekki er þekkt. Ýmsir hafa haldið fram að Ólafur Hjalta-
son Hólabiskup (d. 1569) hafi gefið út sálmabók og hafi þar ekki verið gætt
neinna skáldskaparreglna.* 11 „Lofaður sértu, Jesú Krist“ nær hrynjandinni í
ljóðinu en geymir hins vegar enga stuðla og gæti að því leyti vísað til hugs-
anlegrar sálmabókar Ólafs Hjaltasonar.12 Það er hins vegar hæpið að telja
þessa fyrirsögn lagboða því að lag Johanns Walters er prentað með sálm-
inum í Hólabók og þegar það er gert í Sálmabók 1589 er ekki getið um lag-
boða. Lagboðar eru hins vegar nefndir við nokkra sálma í Hólabók og þá er
notuð formúlan: „Við lag“ og viðkomandi sálmur síðan nefndur og er hægt
að finna hann með nótum í bókinni. Sennilegt er því að með fyrirsögninni
sé vitnað í heiti sálms Lúthers á þýsku „Gelobet seist du, Jesu Christ“ og
m.a.s. notaður viðtengingarhátturinn „sértu.“
I Hólabók er sálmurinn svona:
Lofaður sértu, Jesú Krist
1. Heiðra skulum vér Herrann Krist,
að hann maður oss fæddist,
af hreinni jómfrú María,
og því gleðst öll sveit englanna.
Kyrieleis.
2. Son eilífs föður eingetinn,
í stallinum nú fínna menn,
vort auma hold og blóð nú ber,
blessaður Guð á sjálfum sér.
Kyrieleis.
3. í meyjarlífi hvílist hann,
hvem víð veröld ei lykja kann,
10 Páll Eggert Ólason 1924 nefnir helstu skáld sálmabókar 1589 s. 35-39
11 Páll Eggert Ólason 1924, s. 25-26; Magnús Már Lárusson 1967a, s. 37-38, sbr. og Amgrímur Jónsson
1992, s. 160-164.
12 Það fullyrðir Magnús Már Lárusson 1967b, s. 90.
16