Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 33

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 33
á heilagar bœnir, heilaga ást við Guð, heilaga skírn, heilaga námgirni, heil- agt líf og heilagt musteri Guðs. Algengt er að nota heilagur í sambandi við þann tíma sem hafa á helgi á og er sú helgi oft fest í lögum. í Gulaþingslögum var tekið fram að „hinn sjaunda dag hvern er heilagt" (Fritzner 1:756) og vel er þekkt að tala um lög- heilagan dag eins og t.d. í Heilagra manna sögum þar sem „modir Brandz hafdi mikla virding aa Ceciliu ok let heilagan dagh hennar ok fastadi fyrir. Þá var eigi lögheilagr dagrinn“ (1:295). Andheiti lögheilagur er rúmheil- agur, oftar rúmhelgur í yngra máli. Merking rótarinnar rúm- er ‘frjáls, óbundinn’, sbr. fomensku rúm í sömu merkingu og merkir orðið þá að á þeim degi sem rúmheilagur er sé ekki helgi. Orðasamböndin halda heilagt og láta heilagt eru þekkt þegar í fornu máli og er þá átt við að sá tími sem um getur sé helgur. Úr Heilagra manna sögum er einnig þetta dæmi (1:297): „Hann [þ.e. Brandur] lagdi þat til, at þau hion fastadi .vi.dægru fyrir Cec- ilio messo ... , ok leti heilagt um daginn“, það er, þau áttu ekkert að aðhaf- ast, ekkert að vinna. Og í Ólafs sögu helga stendur: „Þá var þat i lQg tekit at halda heilagt um allan Nóreg ártíð Olafs konungs. Var sá dagr þegar þar svá haldinn sem inar hæstu hátíðir“ (1945:441). í nútímamáli virðist sjaldan talað um að láta heilagt en vel er þekkt að halda heilagt. Margir halda að með sambandinu helga vika sé átt við páskavikuna en það er ekki rétt. Helga vika eða hœga vika hefst á hvítasunnudag. „Aðrir imbrudagar eru á helgu viku eptir hvíta sunnudag," segir í Kristinrétti Áma biskups (Fritzner 1:756), og með helga þórsdegi er átt við uppstigningardag enda var hann stundum nefndur þórsdagur í gangdögum. Með gangdögum var í kaþólskri trú átt við þrjá næstu daga á undan uppstigningardegi. Rúm- helga vikan var þá vikan fyrir hvítasunnu, þ.e. vikan sem ekki var heilög. Jafnvel fiskur gat verið heilagur. Með heilagur fiskur er átt við lúðu en nafnið kemur af því að lúðan var algengur matur á föstunni. í nútímamáli er ekki talað um heilagan fisk heldur heilagfiski sem vill vefjast fyrir mörgum og fiskurinn því gjarnan nefndur heilafiski. Þetta sama orð nota nágranna- þjóðir okkar, t.d. hellefisk í nýnorsku, helleflynder i dönsku, Englendingar tala um halibut og Þjóðverjar um Heilbut. Flogaveikin var áður fyrr nefnd hin helga sýki, veikin helga eða sóttin helga. Latneska heitið „morbus sacer“ er þekkt allt frá dögum Rómverja. Ágúst H. Bjamason fjallaði um sýkina í bók sinni Saga mannsandans (1:121) og gat þess að menn tryðu því að þeir sem hefðu flogaveiki gætu farið á fund anda þegar þeir fengju flogin, svifið um heima og geima og farið jafnt til himins og heljar til þess að afla sér vitneskju. Vatn gat verið heilagt eins og segir í Eddu Snorra Sturlusonar (1907: 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.