Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 41

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 41
Tarkovsky greinir frá því að upphaflega hugmyndin að myndinni, sem þá kallaðist Nornin, hafi sagt sögu af manni, Alexander, sem hlaut undraverða lækningu af krabbameini. Fjölskyldulæknirinn hafði sagt honum að hann ætti ekki langt eftir, en dag einn stendur maður við dymar hjá honum sem gefur honum þau undarlegu fyrirmæli að fara til konu sem álitin var nom og eyða nóttinni með henni. Maðurinn hlýðir þar sem hann telur þetta síðasta úrrræði sitt og fyrir miskunn Guðs læknast hann. Það er jafnframt staðfest af lækninum. Óveðursnótt eina kemur nornin síðan að húsi hans og að boði hennar yfirgefur hann allt og fer með henni. Hugmyndin var að þetta væri ekki bara dæmisaga um fóm heldur einnig um hvernig einstaklingur frelsast. Alexander læknast í fleiri en einum skilningi. Það er sem sé ekki bara um að ræða líkamlega lækningu af banvænum sjúkdómi heldur einnig andlega endurreisn, sem táknuð er í mynd konu.13 Af þessari lýsingu er ljóst að myndin breyttist töluvert frá fyrstu hug- mynd þar til hún er fullgerð. Það var á meðan Tarkovsky tók myndina Nost- algia að heimsslitastefið með kjarnorkustyrjöldinni bættist við og fórnar- þátturinn breyttist og varð veigameiri. Ýmsir hafa gagnrýnt myndina af þessum sökum fyrir ósamræmi og ruglingslegan söguþráð. Erfitt sé að skýra þá tvöföldu fórn sem er í myndinni, þ.e. að Alexander bæði sofi hjá Maríu og brenni hús sitt til að standa við heit sín gagnvart Guði.14 Á hinn bóginn má benda á að fórnarþátturinn í myndinni verður mun veigameiri þunga- miðja fyrir vikið og snýst ekki bara um að hljóta lækningu og byrja nýtt líf, laus undan efnislegum verðmætum, heldur jafnframt um frelsun alls heims- ins. Tilvistarglíman í myndinni verður auk þess trúarleg glíma með mun skýrari hætti sem birtist m.a. í bæn Alexanders og er það áréttað með áber- andi notkun kristins táknmáls. Þá er í myndinni tvöföld syndajátning Alex- anders, bæði almenn og persónuleg. Auk þess hefur verið bent á að tvöföld fórnin samfléttuð, þ.e. bæn Alexanders og loforð annars vegar og heimsókn hans til Maríu hins vegar sýni í raun tvöfalt ákall og fullkomna kærleiksfórn bæði til handa Guði og mannkyni: í rækilega samtvinnaðri framsetningu sjáum við bæði ákall Alexanders til Guðs í anda og til konu í holdi þar sem hann gefur sjálfan sig algjörlega, sem kærleiksfóm til beggja. Þannig samsamarhann eðli fullkominnar fórnar sinnar, líkama og sál, bæði Guði og mannkyni, skaparanum og hinu skapaða.15 Með þessu beinist athyglin því fremur að Alexander og fúsleika hans til að fóma sér en að Guði eða Maríu. Trú Alexanders verður því kjamaatriðið. Það 13 Tarkovsky, 1996, s. 219-220. 14 Johnson & Petrie, 1994, s. 172; Le Fanu, 1987, s. 133. 15 Mahaffy, 2002. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.