Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 52

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 52
eins og þeir, hann er álitinn fáviti af þeim sem umgangast hann og hann er gjarnan örlagavaldur í atburðarás, oft með óvæntum viðbrögðum og hegðun. Að vera dári vegna Krists var tiltekið form meinlætalífs og heilagleika sem á sér rætur í Býsans en var einkum áberandi í Rússlandi á miðöldum. Dárinn fetar braut sjálfsafneitunar og auðmýktar til hins ýtrasta með því að afsala sér öllum vitsmunalegum gáfum, allri jarðneskri visku, og með því að taka á sig kross fíflskunnar. Slíkir dárar gegndu oft mikilvægu félagslegu hlutverki. Einmitt vegna þess að þeir voru dárar gátu þeir gagnrýnt þá sem fóru með völdin á opinskárri hátt en aðrir.34 Biblíuleg og guðfræðileg rök fyrir dáraskapnum eru sótt í orð Páls postula í lKor 4:10: „Vér erum heimskir sökum Krists.“ Hugsun Páls er sú að í augum þeirra sem standa utan kristninnar er fagnaðarerindið ætíð heimska (sbr. lKor 1.18-25), en þegar um Kristsdárana er að ræða þá er biblíuversið túlkað bókstaflega og ýtrustu afleiðingum tekið samkvæmt því. Auk þess á dáraskapurinn í Kristi meðal annars rætur gyðinglegu spámannahefðinni. Jesaja gekk til dæmis um fáklæddur og berfættur í þrjú ár (Jes 20.2-4) og Jóhannes skírari var í klæðum úr úlfaldahári og át engisprettur og villihunang. Eitt af því sem ein- kenndi dárana var að þeir voru gjaman fáklæddir og berfættir. Berir fætur urðu því tákn þeirra og segja má að berir fætur í snjó hafi bæði skelft og heillað Rússa í mörg hundruð ár.35 Kristsdáramir einangruðu sig ekki eins og munkar heldur komu þeir fram í borgum og bæjum, á torgum, í kirkjum, veislum og krám. Oftast voru þeir ekkert sérlega málgefnir og þeir tjáðu sig fyrst og fremst með þögninni og látæði sínu. Þeir voru gjarnan andfélagslegir og ögrandi í framgöngu sinni og þeir beittu sér sérstaklega gegn ríkidæmi, viðskiptum, sjálfselsku og nísku og bentu á ranglæti og vonsku veraldarinnar. Með hátterni sínu minntu dárarnir jafnframt á forgengileika alls og takmörk jarðneskrar feg- urðar. I staðinn eru þeir fulltrúar innri fegurðar og frelsis. En fyrst og fremst leituðust dárarnir við að líkjast Kristi, gera Krist sýnilegan í veröldinni. Dáraskapurinn í Kristi byggir á þeirri hugsun að æðsta játning trúar birtist ekki í orðum heldur í gjörðum einstaklingsins þegar hann elskar skilyrðis- laust eins og Kristur og þjáist og gefur líf sitt fyrir aðra. í Kristsdáranum endurspeglast því sú mynd að Guð afklæðist alveldi sínu og hátign og nið- urlægir sig og auðmýkir mönnum til frelsunar. Styrkurinn er að verki í veik- leikanum. f augum trúaðra verður dárinn því eins konar lifandi Kristsíkon, sameining milli hins himneksa og jarðneska.36 34 Ware, 2003, s. 113. 35 Bodin,1987, s. 85 og 98. 36 Bodin, 1987, s, 85-86 og 90-91. 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.