Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 64

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 64
vöndurinn þinn og stafur skír heita mín huggun bæði . . . Hjálp í nauðum Einn kunnasti andófsmaður Sovétríkjanna á árum kalda stríðsins, Anatoly Sharansky, var dæmdur á sínum tíma til að afplána tíu ára vist í þrælkunar- búðum sem hafði næstum dregið hann til dauða. Hann hefur síðar lýst því að það hafi öðru fremur verið eintak af Saltaranum á hebresku sem hélt í honum lífínu. I einangrunarklefanum var þetta eina bókin sem hann hafði. í byrjun skildi hann hebreskuna aðeins lítillega. En smám saman, eftir því sem hann byrjaði að skilja meira, fann hann hvernig orðin veittu honum samkennd með því sem var þjóð hans og saga. Orðin úr Sálmi 23 „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt“ og orðin úr Sálmi 27 um að Drottinn muni taka þá að sér sem eru fjarri föður sínum og móður, end- urtók hann fyrir sjálfan sig í huggunarskyni í einangruninni. I febrúar 1980 skrifaði hann eftirfarandi til móður sinnar eftir að hafa borist frétt um and- lát föður síns: Daginn eftir að ég hafði fengið símskeytið frá þér um að pabbi vœri dáinn ákvað ég í minningu hans að lesa og rannsaka alla 150 sálma Dav- íðs (á hebresku). Það geri égfrá morgni til kvölds ... Hvað gefur það mér? ... Smám saman breytist saknaðartilfinning mín og sorg í upplifun bjartrar vonar. Mér er neitað um réttinn að vitja grafar pabba, en þegar ég ífram- tíðinni heyri þessi dásamlegu vers ... kem ég til með að minnast hans. Það verður eins og ég hafi reist honum minnisvarða í hjarta mér og hann kemur til með að vera með mér alla daga lífs míns. Þess má geta að Anatoly Sharansky komst um síðir úr landi og hefur nú tekið upp nafnið Natan Sharansky og er leiðtogi fyrir stjórnmálaflokk rúss- neskra innflytjenda í landinu helga og hefur raunar setið sem fulltrúi þess flokks í ríkisstjóm ísraels. Þó að frásögn hans sá áhrifarík er hún ekki einsdæmi. Margir fleiri hafa vitnað um hvern styrk þeir hafa sótt í Saltarann í þrengingum sínum svo sem í eingrun fangelsanna, hvernig sálmarnir hafi þá reynst þeim „hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum“ eins og segir í 46. sálmi. Einn kunnasti biblíufræðingur 20. aldar Þjóðverjinn Claus Westermann (1909-2000 ) skrifaði uppistöðuna að miklu verki sínu um Saltarann í fang- elsi á ámm síðari heimsstyrjaldarinnar. C. Weatermann 1954. Það gerði hann án þess að hafa nokkur skýringarit við höndina. Þannig mætti lengi telja. 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.