Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 80

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 80
María - Móðirin í Nóttleysu kveður skáldið um land sitt, fagurey, og lýsir Ijóðið landssýn, því andartaki er landið rís úr sæ, og að líkindum úr suðri.29 í upphafserindinu er landinu líkt við Maríu guðsmóður og liggur Maríu-stefið hér frekar í mynd- sniði Ijóðsins en efnissniði þess: Hrein eins og jómfrúin móðir guðs þenur sín hvelfdu brjóst úr silfurkeri marar upp í jónsmessunnar himinlind mín nakta ey.30 Það er raunsætt að kalla ísland hina nöktu eyju. Nekt „fagureyjar" teng- ist þó ekki kulda og klæða- eða gróðurleysi enda ríkir náttleysa Jóns- messunnar. Nektin er þvert á móti „sensúell" en sú kennd kemur oft fram í ljóðum Jóhannesar um Maríu mey. Eitt skýrasta dæmið er að líkindum ljóðið um boðun Maríu í kvæðabálkinum Mannssyninum,31 Þessi „sensúal- ismi“ verður þó hvergi það sterkur að hann snúist yfir í andhverfu sína sem er girnd og varpar því ekki skugga á hreinleika jómfrúarinnar. Þá er athyglisvert að hér kallar skáldið ekki jómfrúna móður Krists eða Jesú (líkt og fram kemur í Jesús Maríuson) heldur nefnir hana guðsmóður- ina. Þetta er auðvitað algengt í íslensku máli og byggir á hefð frá fyrstu öldum kristni sem fléttaðist mjög inn í kristsfræðideilur fyrri alda. Yegna þessarar hefðar er ekki mögulegt að lesa í ljóðinu neina ákveðna játningu á guðdómi Krists en hjá Jóhannesi fær Kristur oftast á sig næsta mennska mynd. Annars kemur sterk náttúrudulhyggja fram í ljóðinu þar sem ljóð- mælandinn segir hjarta sitt lítinn fugl sem tístir af gleði, sál sín milda haf- rænu og auga sitt þá skuggjá er speglar hamingju landsins. Skáldið sam- samar sig þannig landinu og náttúru þess, verður eitt með því.32 í Góðviðri er aftur á móti enginn vafi á að Maríu-stefið er hluti af efnis- sniði ljóðsins og gegnir þar lykilhlutverki. Ljóðið hefst á ljóðrænni lýsingu á óttu á sumri þar sem sólin er persónugervingur Maríu meyjar.33 Annað 29 Eysteinn Þorvaldsson 1971: 43. 30 Jóhannes úr Kötlum 1976: 50. 31 Jóhannes úr Kötlum 1973: 11. 32 Sama náttúrudulhyggja kemur fram í Augnabliksmynd. Jóhannes úr Kötlum 1976: 89. Guðsmóðir er á gríska frummálinu theotokos sem stundum var þýtt með guðsgetandi í fomu máli íslensku. Benda má á að í ljóðinu nefnir skáldið bæði hjarta sitt og auga en hvort tveggja vom mikilvæg tákn í Sjödœgru. Eysteinn Þorvaldsson 1971: 41. 33 Eysteinn Þorvaldsson 1971: 35. 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.