Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 85
Fyrsta erindið sem hér er tilfært kann að vísa til einnar fyrstu bernsku-
minningar Jóhannesar er þau mæðgin sátu úti í sumargrænni náttúrunni.
I kvæðabálkinum eru tveir kaflar sem hafa að geyma yngri æskuminn-
ingar Jóhannesar og eru þær af afar ólíkum toga. f 7. kafla rifjar hann upp
kirkjuferð á jólum.52 Við kirkjudymar hvíslaði móðirin „hér er guð“, bamið
hreifst af „undrandi kertaljósunum“, skynjaði bænir hinna auðmjúku sem
flögmðu um hvelfinguna, og undraðist manninn með gullkrossinn á bakinu
sem söng „drottinn sé með yður“ en „skimaði titrandi" um allt hið „mikla
hús“ í leit að Drottni.53 Þama var um Hjarðarholtskirkju í Dölum að ræða
sem bjó yfir meiri töfrum en flestar aðrar sveitakirkjur á þessum tíma.
Minningin í næsta kafla á eftir er öllu geigvænlegri og tengist ekki jólum
heldur páskum þótt ekki komi það fram í þessu ljóði. Hér er um að ræða
upprifjun á djúptækri, skelfilegri („trámatískri") bernskureynslu er höggvið
hefur nærri grundvallaröryggi Jóhannesar sem barns og fólst í því að faðir
hans, Jónas Jóhannesson (1866-1954), lenti í miklum hrakningum í kaup-
staðarferð fyrir hátíðina eins og lýst er í ljóðinu Karlfaðir minn (Eg lœt sem
ég sofi 1932).54 í þessum kafla Mater dolorosa fléttast bænin Faðir vor mjög
inn í ljóðið og í málsniði þess fá einmitt orðin „faðir vor“ tvíþætta merkingu
þar sem þau ná í senn yfir hinn jarðneska og himneska föður Jóhannesar líkt
og María guðsmóðir og Halldóra móðir Jóhannesar renna saman í sumum
öðrum hlutum þess.55
í 12. og lokakafla ljóðsins fylgir skáldið móður sinni inn í eilífðina og er
þar komið að kraftmiklu upprisustefi sem fjallað verður nánar um hér á eftir.
Jesús Maríuson
Þetta er eina kvæðið í bókinni sem fjallar alfarið um Krist en er jafnframt
52 Jólahátíðin virðist hafa verið Jóhannesi afar hugstæð samanber þau mörgu jólaljóð og -kvæði sem hann
orti. Kann það að sýna að bemskan og bemskuminningar hafi verið ríkur þáttur í hugarheimi hans en
minningar um góð æskujól em oft meðal helgustu minninga einstaklingsins. Á sama hátt geta dapurlegar
minningar um jólahátíðina haft ævilöng neikvæð áhrif. Sjá t. d. Guðrún Friðgeirsdóttir 2002: 105-107.
53 Jóhannes úr Kötlum 1976: 67-68.
54 Segja má að þetta langa ljóð sé nokkurs konar hliðstæður þakkaróður til föður skáldsins og Mater dol-
orosa er lofgjörðaróður til móður þess. í Tímanum 18/1 1940 leit Jónas Jónsson frá Hriflu á þetta ljóð
sem háðkvæði. Sjá Eysteinn Þorvaldsson 2002: 96. Það er með öllu rangt þar sem í raun er um mikla
lofgjörð að ræða bæði um föður Jóhannesar og aðra almúgamenn sem háðu jafnharða lífsbaráttu og
hann. Stíll kvæðisins er þó á köflum ákaflega léttur sem myndar andhverfu við þá angist sem það end-
urspeglar á köflum. Eysteinn Þorvaldsson (2002: 96) telur þetta „tilfmningaríka raunsæislýsingu á lífs-
baráttu í örbirgð" og má fullkomlega taka undir þau orð. í kaflanum um hrakninga Jónasar föður skálds-
ins gætir mjög trúarlegra vísana og má þar nefna lokaerindi IV. kafla: „Sá páskadagur var prísund ein,/-
ég sá polla af Jesú blóði./ Og þegar hann loksins var liðinn hjá,/ég lofaði guð í hljóði." Jóhannes úr
Kötlum 1972: 17.
55 Jóhannes úr Kötlum 1976: 69.
83