Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 97
Jón Ma. Ásgeirsson
Jerúsalem:
Heilög borg í Bók opinberunarinnar?
Aðfaraorð
Borgin Jenísalem rís úr mistri fortíðarinnar í gegnum ótrúlega sögu blóð-
ugra átaka um yfirráð og völd. Hún á rætur sínar löngu fyrir tíma höfuð-
feðranna svo nefndu og Israelítanna fomu sem hófust upp frá Egytalandi og
sóttu norður á bóginn til hins meinta fyrirheitna lands. Þúsund árum fyrir
Kristsburð varð hún sameiningartákn hinna fomu Ísraelíta og síðar Gyðinga
allt til dagsins í dag. Á fjórðu öld varð hún ein höfðuborga kristinna trúar-
bragða og á sjöundu öld ein helsta tignarborg á meðal múslima. Helgi sam-
einingartáknsins er í biblíulegu samhengi annars vegar hlaðin skuggahliðum
blóðsúthellinga spámanna Guðs og hins vegar er helgin borin uppi af von
um endurreisn fyrir tilstilli hinna trúföstu. í Opinberun Jóhannesar birtist
vænting eftir nýrri Jerúsalem undir nýjum himni á nýrri jörð. Þessi grein
rekur forsögu borgarinnar Jerúsalem; hvernig hugmyndin um hana birtist í
Opinberunarbókinni; og loks hvernig húmanísk vísindi í dag skoða hug-
myndir um hið heilaga, eins og þær endurspeglast í fornum samböndum
musteris og borgar(múra).
Jerúsalem í sögulegu og epísku samhengi
Á miðhásléttum hins núverandi Ísraelsríkis liggur borgin Jerúsalem1 við
1 Nafn borgarinnar hefir tekið breytingum í gegnum tíðina. Fyrstu varðveittar heimildir um borgina eru
varðveittar í viðskiptaskjölum frá Eblu í Sýrlandi (ca. 2400 f. Kr.) og þar ber hún nafnið Salim. I egyp-
skum skjölum fimm hundruð árum síðar birtist nafn hennar sem Rushalimum og í Aemama skjölunum frá
Sýrlandi á fjórtándu öld f. Kr. er hún kölluð Urusalim. Merking nafnsins er talin hafa verið „grundvöllur
guðsins, Salem“). f Gamla testamentinu virðist Salem vera notað sem skammstöfun fyrir Jerúsalem (sbr.
S1 76.2). Á tímum Krists og rabbínsks gyðingdóms var nafnið á hinn bóginn talið merkja „að sjá friðinn"
og sfðar „borg friðarins“. í ríki Davíðs hlaut borgin nafngiftina Borg Davíðs en nafnið Jerúsalem festist í
sessi eins og sjá má af ritum Gamla testamentisins þar sem það kemur víða fyrir enda þótt önnur nöfn séu
þar einnig notuð eins og Síonsborg (eftir nærliggjandi fjöllum). Tilraun Hadríans keisara á annarri öld til
að breyta nafni hennar í Aelia Capitoliana, „the Capitol City of the Aelian family" (nafn sem tengir saman
ætt Hadríans og guðsins Júpiters) urðu ekki langlífar, sbr. Bruce E. Schein, „Jerusalem," í Harper's Bible
Dictionary (Paul J. Achtemeier ritstj.; San Francisco, CA: Harper & Row, 1985), 463, 465, 473.
95