Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 101

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 101
(sbr. Opb 3.12b) í anda eftirvæntingar þeirrar sem lesa má um í bók Esek- íels spámanns. Það er ekki fyrr en á fjórðu öld að hin jarðneska Jerúsalem öðlast á ný mikilvægi í hinum kristna heimi. Og þá ekki einasta sem borgin þar sem Nasareinn lét lífið heldur var reistur frá dauðum eins og saga Lúkasar og fleiri herma frá. Hvar þá staði mátti finna var á hinn bóginn hvorki skráð í kristnum ritum né vitað á fjórðu öld frekar en í dag. Frásaga kirkjusagn- fræðingsins Evsebíusar (260-340) af áformum Konstantínusar mikla um að reisa kirkju á þeim stað þar sem Jesús hafði átt að rísa upp frá dauðum í Jer- úsalem er sveipuð dulúð og ekki marktæk í sagnfræðilegum skilningi og er því nokkurn veginn í samræmi við ævintýrum líkar hugmyndir guðspjall- anna um upprisuna sjálfa. Sama er upp á teningnum þegar frásögu Evseb- íusar víkur til hins meinta greftrunarstaðar Jesú sem hann telur vera þann hinn sama og upprisunnar. í öllu falli er það fyrst frá tíma Konstantínusar að pílagrímar leggja leið sína til Jerúsalem til að vitja meintra heilagra staða og miðlægra í frásögum guðspjallanna af örlögum Jesú. Einn slíkur vafasamur staður varð grundvöllur að byggingu kirkju til minningar um upprisuna, Kirkja upprisunnar, (sem múslimir uppnefndu skítahraukinn (al-qumama) í stað upprisunnar (al-qiyama)), en hinir kristnu í vesturvegi nefndu Grafar- kirkjuna. Staðinn segir Evsebíus hafa legið undir braki og aur en staðsetn- ingin er augljóslega hrein og klár tilviljun.13 f hversdagslegum skilningi hefir land biblíuslóðanna fyrir botni Miðjarð- arhafs löngum verið hulið helgiblæ enda þótt sú dulúð sé oftar en ekki blandin blóðslettum og nálykt átakanna sem þar hafa átt sér stað öldum saman til þessa dags. Reyndar er landið ekki þekkt sem heilagt (terra sancta) í kristnu samhengi fyrr en á tólftu öld.14 í raun er makalaust að borgir og byggingar skulu njóta slíkrar virðingar þar sem þær standa eins og kristallaðir saltstöplar á stríðsvelli áralangra blóðsúthellinga og valdabrölts. Nema ef vera skyldi að blóðið helgi þessa fomfrægu borg? Þegar horft er til baka yfir langa sögu Jerúsalemborgar þá tengist hún með einum eða öðrum hætti jarðneskum veruleika: tilbeiðslu og stjórnmálalegum og trúarlegum árekstrum. í Opinberunarbók Nýja testamentisins hefir hún misst þessa fót- festu og skortir hana í sjálfu sér allt til daga Konstantínusar keisara. Það liggur þá fyrir að spyrja í hverju helgi þessarar borgar hafi falist þessa heims og annars á blöðum Opinberunar Jóhannesar? 13 Sjá Jonathan Z. Smith, To Take Place: Toward Tlieory in Ritual (Chicago, IL & London: The University of Chicago Press, 1987), 74-83. Frásögn Evsebíusar er að finna í verki hans Vita Constantini. 14 Ibid., 77. 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.