Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 118

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 118
Elsti máldagi Álftamýrarkirkju við Arnarfjörð er í íslenzku fornbréfa- safiii talinn vera frá sumrinu 1211,41 í máldaganum er m.a. þetta ákvæði: Prestur skal minnast í hverri messu er hann syngur að Maríukirkju þeirra manna allra er sín auðæfi hafa lagt til þeirrar kirkju, nefna til einkum Stein- grím, Þuríði, Kár, Yngvildi, Högna prest og Cecilíu og renna hug sínum of alla þá menn er sína ölmusu hafa þangað lagt.42 Slíkt ákvæði í máldögum var ekki fátítt. Hitt var aftur nýmæli sem átti sér fáar hliðstæður að í einum og sama máldaga er ekki einn heldur fleiri rausnarmenn nefndir sem beðið skyldi fyrir í þakkar skyni. Orri Vésteins- son telur þetta geta bent til þess að hópur manna hafi staðið að stofnun kirkj- unnar en líka kemur til greina að hér séu nefndir flestir þeirra sem lagt höfðu kirkjunni til stuðning, bæði stofnfé og aðra fjármuni. í máldaga kirkjunnar að Stað í Hrútafirði í máldagasafni Auðunar biskups rauða Þorbergssonar á Hólum í Hjaltadal segir frá gjafmildri hús- freyju á staðnum: Þórunn húsfreyja Eyjúlfsdóttir gaf heilagri Maríu guðsmóður landið hálft að Stað í Hrútafirði, skiljandi það með gjöfmni að sá sem að Stað byggi, skyldi fæða árliga á páskadag, á jóladag, allra heilagra messu og iiij [fjórar] Maríu- messur þrjá fátæka menn, hvorn þessara ævinliga. Syngjast skyldi og sálu- messur vij [sjö] fyrir sál hennar árliga hálfan átta tug ára [75 ár] frá andláti hennar. Er ekki skylda til standa lengur sálumessum að halda.43 Það var gott að eiga liðsinni helgra manna í þessu lífi eins og fyrr er getið þegar óboðna gesti bar að garði í Stafholti og bóndinn þar hótaði þeim með reiði staðareigandans, Nikulásar biskups hins helga. Þó var enn betra að eiga góða að þegar þessu lífi lauk og löng og stundum erftð ferð um hreins- unareld til himna tók við.44 Um það vitna skilmálar Þórunnar húsfreyju og fleiri máldagar fyrr og síðar. Á Pétursmessu og Páls (29. júní) 1497 var und- irritaður í Skálholti samningur þess efnis að Halldór Brynjólfsson, lögréttu- maður og bóndi að Tungufelli í Hrunamannahreppi, gæfi nýstofnuðu klaustri að Skriðu í Fljótsdal „hundrað hundraða".45 Upphæðin skiptist 41 Orri Vésteinsson hefur fært rök fyrir því að máldaginn geti verið enn eldri, frá fyrri hluta tímabilsins 1100-1250 (Tlie Christianization oflceland, s. 103). 42 íslenzkl fornbréfasafn 1, s. 371-372. 43 íslenzkt fornbréfasafn 2, s. 485. 44 Einn þáttur í því að búa dauðvona mann undir brottförina var að husla hann, þ.e. gefa honum heilagt alt- arissakramenti. Það var „leiðarnesti" hans eða viaticum (Gunnar F. Guðmundsson: íslenskt samfélag og Rómakirkja. (Kristni á íslandi II. bindi. Ritstj. Hjalti Hugason) Reykjavík 2000, s. 139, 275). 45 Þ.e. 120 stór hundruð. Upphæðin jafngilti um 120 kúgildum eða sex meðalstórum jörðum. 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.