Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 119

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 119
þannig að 40 hundruð skyldu vera í jörðum, 40 hundruð í „öllum fullgildis peningum“ og 10 hundruð í bókum og messuklæðum. En „æ sér gjöf til gjalda“: Hér á móti játti fyrrgreindur príor Narfi [Jónsson á Skriðuklaustri] fyrr- sögðum Halldóri Brynjólfssyni að messa skyldi ævinlega segjast honum til sáluhjálpar, föður hans og móður og bróður og öllum kristnum mönnum, lif- öndum og dauðum, á fyrrskrifuðu klaustri.46 Þessi dæmi verða látin nægja til að sýna að á miðöldum var til fólk sem gaf kirkjum og klaustrum til Guðs þakka og helgra manna og vænti ekki annars ávinnings en fyrirbæna þeirra sem gjafanna nutu. Margir eiga nú á tímum erfitt með að setja sig í spor manna sem fjárfesta í voninni um eilíft líf á himnum fremur en í voninni um auðfengna hagsæld í heimi viðskipta. Okkur er tamara að líta svo á að góð afkoma í þessu lífi, völd og fjárhagslegt öryggi ráði ekki síður athöfnum manna á öllum tímum en draumur um betra líf í öðrum heimi. Þetta eru réttmæt sjónarmið sem vert er að gefa gætur að. I hinu merka riti íslenzk menning komst Sigurður Nordal svo að orði að „eigendur kirkna“ hefðu snemma komist upp á að eigna þeim talsvert af lausafé sínu og stundum jarðir sínar. Með því móti hefðu þeir komist léttar en aðrir bændur frá tíundargjaldi (enda kirkjueignir skattfrjálsar) en haft óskert umráð þessara eigna eftir sem áður.47 Björn Þorsteinsson var sömu skoðunar um fjárhagslegt hagræði þess fyrir bændur að gefa fé til kirkna: Skýringin á örlæti kirkjugoðanna við kirkjuna er nærtæk og ljós. Þeir hirtu helming tíundar, prests- og kirkjutíund, úr kirkjusókninni eða sóknunum ef þeir áttu margar kirkjur og fjölda leiguliða; sumir hirtu jafnvel hluta af bisk- upstíund, en voru sjálfir tíundarfrjálsir af því að þeir áttu ekki eignirnar, heldur varðveittu þær fyrir kirkjuna, en kirkjueignir voru ekki tíundarskyldar að lögum.48 Aðrir hafa síðar bent á að tíund var ekki hærri skattur en svo að kirkju- bændur höfðu óverulegan hag af slíkum eignatilfærslum.49 í fyrmefndu riti sínu vakti Sigurður Nordal athygli á öðrum og harla mikilvægum ávinningi við það að gefa jarðir, einkum heimaland, til kirkna: 46 íslenzkt fombréfasafn. 7. b. Reykjavík 1903, s. 356. 47 Sigurður Nordal: íslenzk menning. 1. b. Reykjavík 1942, s. 293-294. 48 Bjöm Þorsteinsson: íslensk miðaldasaga. 2. útg., endurskoðuð. Reykjavík 1980, s. 95. 49 Sbr. Gísli Gunnarsson og Jóhannes Hraunfjörð Karlsson: „Var tíundin „óbeinn tekjuskattur"?" Saga. Tímarit Sögufélags 1998, s. 233-238. Gunnar F. Guðmundsson: „Guði til þægðar eða höfðingjum í hag? Níu aldir frá lögtöku tíundar á Islandi." Ný saga. Tímarit Sögufélags 1997, s. 57-64.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.