Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Síða 133
hundrað ár fymtust lög og réttur ef engin krafa hefði komið fram á eign-
ina.115 Biskup lét ekki þar við sitja heldur bætti við:
Ég get ekki sagt að svo komnu máli, hvað ætti að gera núna eins og andinn
er innan kirkjunnar í dag, þ.e.a.s. kaþólska og lútherska kirkjan eru farnar að
ræðast við. Það gæti því verið auðveldara að leysa þennan vanda með Skál-
holt.116
Þessi lokaorð biskups ollu töluverðu uppnámi. Séra Heimir Steinsson,
rektor Skálholtsskóla, brást við með snarpri grein, sagði orð hins rómversk-
kaþólska biskups hefðu komið sér töluvert á óvart: „Satt að segja var mér
ekki kunnugt um það, að hann og lagsmenn hans byggju yfir þeim draumi
að heimta Skálholt í eigin hendur.“ Skálholtsrektor taldi þó „kirkju íslands“
ekkert þurfa að óttast:
Það þarf meira til að róa vík á kirkju þeirra Guðbrandar, Hallgríms, meistara
Jóns og Matthíasar en vindhögg fyrrverandi skáldsnillings eða frómar óskir
fyrirliða lítils safnaðar í Reykjavík - þó aldrei nema hinn síðar nefndi fari
með páfalegu umboði.117
Hinrik Frehen biskup lét þessari ádrepu Skálholtsbiskups ekki ósvarað
og enn var haldið áfram að karpa um hríð á síðum Morgunblaðsins.118
Þessar deilur komu þó ekki í veg fyrir að Frehen biskup færi með söfnuð
sinn á Skálholtshátíð þá um sumarið (26. júlí) í boði Sigurbjamar Einars-
sonar biskups til að syngja þar kaþólska messu, hina fyrstu frá siðaskiptum.
Má segja að menn hafi verið þar sáttir að kalla.119
Halldór Laxness hafði ekki sagt sitt síðasta orð um þetta mál. Tveimur
árum síðar skrifaði hann grein þar sem hann vandaði „lútersmönnum" ekki
kveðjumar frekar en fyrri daginn og fullyrti nú beinlínis að íslendingar væru
enn lögformlega þegnar páfans í Róm. Greininni lauk hann með þessum
orðum:
115 Samkvæmt 1270. gr. endurskoðaðra kirkjulaga, útg. 1983, er hundrað ára hefðarhald á fasteignum og
dýrmætum lausamunum sem tilheyra hinu postullega sæti en þrjátíu ára hefðarhald á eignum annarra
kirkjulegra lögpersóna.
116 Morgunblaðið 30. júní 1981, s. 2.
117 Heimir Steinsson: „Kirkja íslands varðveitir Skálholt - nú sem þá.“ Morgunblaðið 9. júlí 1981, s. 18.
118 Hinrik Frehen: „Með hvaða gleraugum lest þú?“ Morgunblaðið 15. júlí 1981, s. 13. Heimir Steinsson:
„Ábending til Hinriks biskups." Morgunblaðið 30. júlí 1981, s. 16. Sjá einnig „Hver verður leiddur út?“
VCsir 30. júní 1981, s. 27 (Svarthöfði). Halldór Kristjánsson: „Ræður þjóðin kirkju sinni?" Tíminn 14.
júlí 1981, s. 8-9.
119 Höfund þessarar greinar rekur þó minni til að Frehen biskup hafi afþakkað boð um að snæða hádegisverð
í Skálholti með klerkum þjóðkirkjunnar og kosið heldur að ganga um hlað staðarins sér til hressingar.