Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Síða 141

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Síða 141
til þess að María mey geti tengist barnatrúnni einnig hjá þeim sem tilheyra mótmælendakirkjunum eða þeim menningar- og trúarheimi sem myndast hefur í skjóli þeirra. Birtist þetta á margan hátt í menningu, bókmenntum og listum. Það má t.d. finna býsna mörg íslensk skáld á íslandi á 20 öld sem samið hafa Maríuljóð (Pétur Pétursson 2002). Dr. Hjalti Hugason prófessor hefur fjallað um trúarstef í ljóðum Jóhann- esar úr Kötlum (sjá grein í þessu hefti ritraðar Guðfræðistofnunar) og bent á þátt Maríu meyjar í ljóðum hans. Skáldið ólst upp við trúariðkun að hefð- bundnum sið og átti trúaða móður sem hann tengdist náið. Þau trúaráhrif sem hann varð fyrir í bemsku héldust og brutu sér leið inn í skáldskap hans eftir að hann var opinberlega genginn sósíalismanum á hönd, stjómmála- stefnu og lífspeki sem hafnaði kirkjunni og boðun hennar. Líklegt er að hið vitræna uppgjör við trúna hafi gert það að verkum að skáldið varð næmara á upptök og forsendur bamatrúar sinnar. Fjarlægð hans og jafnvel andstaða við opinbert trúkerfi kirkjunnar þýddi að hann var óháður kenningum hennar og gat því notað sér efnivið úr þeim á frumlegan og persónulegan hátt í tjáningu eigin kennda og hugrenninga. Þar með rís myndin af Maríu guðsmóður upp í bamatrúnni og birtist í ljóðum þar sem hún er nátengd minningunni um góða og ástríka móður. Imynd Maríu þróast svo sem stef í boðun skáldsins um sannleikann og betri heim þar sem trúarlegir textar og helgisagnir um Maríu em notaðar sem efniviður í sjálfstæð listaverk.2 Niðurstöður könnunar Guðfræðistofnunar á trúarlífi íslendinga árið 1987 gefa tilefni til að ætla að meiri hluti íslendinga hafi óljósar og ósamstæðar hugmyndir um guð þótt kristin trú sé þar eins konar baksvið. Þegar talað er hér um kirkjulega trú er átt við þær trúarhugmyndir, viðhorf og atferli sem greina mátti með tölulegum niðurstöðum könnunarinnar eftir að sérstakri greiningu (varimax, factoranalys) hafði verið beitt sem dró fram þá þætti í trúarlífmu sem útskýra best breytileikann í svörunum almennt. Sterkasti þáttturinn (sem skýrir hlutfallslega stærsta hlutann í breytileika svaranna, 32,3 %) fékk heitið kirkjuleg trú og þær spurningar sem honum tengjast eru spurningar um trúaratriði, hefðbundin siðferðisviðhorf kristninnar og þátt- taka í helgihaldi og samstaða með kirkjunni. Sá þáttur sem skýrði næstmest (8,8 %) fékk heitið trúin í daglega líjinu og náði yfir spumingar eins og svör við siðferðilegum vandamálum, trú sem gefur styrk og eykur lífshamingju og viðhorf til Jesú fyrst og fremst sem siðferðislega fyrirmynd (Björn Bjömsson og Pétur Pétursson 1990:51-52). Samantekið má segja að könnunin styðji þá ályktun að eftir vitræna 2 Höfundur þessarar greinar hefur birt drög að greiningu á Maríu- og Maddonnustefjum í myndlist Gunn- laugs Schevings (Pétur Pélursson 2002) 139
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.