Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Qupperneq 35
MÚLAÞING
33
Er svo öllum vitnum og Jóni burtfararleyfí gefið frá réttinum.
Jón Jónsson var þar eftir innkallaður og aðspurður á ný, hvort hann
væri faðir til þess barns, sem Sigríður Eiríksdóttir á Eldleysu hefði alið
þann 17. mars 1823 og honum kennt, og svarar hann þar til já. Var hann
svo aðspurður, hvort hann gengist við því, að það væri hans fímmta
legorðsbrot. Svarar hann já. Var hann svo aðspurður, hvern hann kysi
fyrir forsvarsmann í þessari sök, og kýs hann Hermann Jónsson sinn
verjanda, en actor tilnefnist Brynjólfur Gíslason. Var svo rétturinn upp-
settur til fyrstu afgjörðar, sem mögulegt er“.
Jón kom fyrir rétt á Skorrastað 3. júní 1824 vegna síðasta legorðs-
brots þeirra Sigríðar. Verjandi hans, Hermann í Firði, var harðfylginn
og klókur málaflækjumaður og vafalítið vinveittur Eldleysufólkinu.
Hefur Jón sennilega sloppið eins ódýrt og framast var að vænta frá
þessum málarekstri, líklega verið dæmdur til að greiða smávegis sekt.
Svanhildur Skúladóttir fór verst út úr þessu stappi, sat uppi með
ófeðrað barn, beygð og niðurlægð. Hún dvaldist eftir þetta á ýmsum
bæjum í Loðmundarfirði, Seyðisfírði og Mjóafirði, oftast í skjóli syst-
kina og venslafólks, þar til hún dó 5. apríl 1836, rúmlega fímmtug. Jón
sonur hennar, sem skráður var Svanhildarson í kirkjubókum, fylgdi
henni til 11—12 ára aldurs, en ólst eftir það upp hjá systur hennar,
Katrínu Skúladóttur, sem gift var Sveinbirni Jónssyni frá Reykja-
hlíð.
Sveinbjöm og Katrín fluttu árið 1841 búferlum frá Stakkahlíð í Loð-
mundarfirði að Innra-Firði í Mjóafirði. I kirkjubók Klyppsstaðar er Jón
Svanhildarson talinn fluttur þangað með þeim, en er ekki skráður inn-
kominn í Mjóafjarðarbók. Hverfur hann þama af manntali. Sennilegast
er, að hann hafi dáið sumarið eða haustið 1841, en gleymst að færa
andlátið inn í prestsþjónustubók.
IX.
Eins og fyrr segir virðist hafa komið bláþráður á samband þeirra Jóns
Jónssonar og Sigríðar Eiríksdóttur, meðan á Svanhildarmáhnu stóð, og
sættir ekki komist á næstu misseri. En tíminn læknar öll sár, jafnvel
hjartasár og særðan metnað.
Sennilega hafa forsjármenn veraldlegra og andlegra mála í Mjóafirði
verið farnir að vona árið 1826, að þeir þyrftu ekki að hafa frekari af-
skipti af ástalífi Eldleysufólks. Þá spurðist, að Jón hinn kvenholli, með
fimm frillulífsbrot á bakinu og hálfref að auki, heíði uppi ráðagerðir um
Múlaþing 3